Greinasafni: Austurland
Snæfell hæsta fjall utan jökla á ÍslandiSnæfell er 1833 metra há megineldstöð úr líparíti og móbergi. Skiptar skoðanir eru á því hvort eldstöðin er virk eða óvirk. Fjallið stendur um 20 km norðaustan Brúarjökuls í norðanverðum Vatnajökli og er hæsta fjall utan jökla á Íslandi. Uppganga er tiltölulega auðveld frá Snæfellsskála en á toppi fjallsins er sísnævi þaðan sem mikið og víðfeðmt útsýni er til allra átta. Að fjallinu liggur tiltölulega góður sumarvegur og er unnt að fara frá Egilsstöðum að morgni, aka að fjallinu og ganga á það og vera kominn heim að kvöldi.Austan við fjallið eru Eyjabakkar sem er gróið svæði og kjörlendi gæsa. Á Vesturöræfum vestan fjallsins halda hreindýr mikið til og má oftast sjá til þeirra.

Tvö önnur fjöll á Íslandi bera sama nafn, Snæfell (1446 metrar) í Snæfellsjökli og Snæfell (1383 metrar) í Vatnajökli nærri Jökulsárlóni.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga