Greinasafni: Austurland
Náttúrugripasafnið í Neskaupstað


Um Náttúrugripasafnið


Náttúrugripasafnið í Neskaupstað var stofnað 1965. Upphafsmaður að stofnun safnsins var Bjarni Þórðarson þáverandi bæjarstjóri. Hjörleifur Guttormsson líffræðingur var fyrsti forstöðumaður safnsins og vann að uppsetningu þess. Fyrsta sýning var opnuð í Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað sumarið 1970. Sýning safnsins var síðan opnuð í leiguhúsnæði að Mýrargötu 37 sumarið 1971. Systkinin Jóhann og Sigrún Sigmundarbörn gáfu safninu íbúðarhús sitt að Miðstræti 1 árið 1987 en áður hafði Jóhann gefið safninu steinasafn sitt sem hefur að geyma m.a. mikið af slípuðu efni. Safnið flutti í eigið húsnæði að Miðstræti 1 vorið 1989.

Náttúrugripasafnið hefur unnið að umhverfisrannsóknum m.a. á háleninu NA Vatnajökuls vegna virkjanaframkvæmda og annast nú eftirlit og ráðgjöf vegna mannvirkjagerðar fyrir Náttúruvernd ríkisins.

Í mars 2002 skrifaði Fjarðabyggð undir samning við Náttúrustofu Austurlands þess efnis að Náttúrustofa tekur við rekstri safnsins fyrir sveitarfélagið. Gildir samningur þessi frá áramótum 2001/2002 og kemur hann til með að styrkja báðar þessar stofnanir mjög í hlutverki sínu. Guðrún Á. Jónsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu er því einnig forstöðumaður Náttúrugripasafnsins í Neskaupstað.

Safnið hefur að geyma flesta íslenska fugla auk fjölda flækinga ásamt ágætu fiskasafni með ýmsum sjaldséðum fiskum. Einnig eru í safninu ýmsir gripir af sjávarbotni, þar á meðal mjög gott safn skeldýra. Viltu íslensku spendýrirn eiga sína fulltrúa á safninu og þar er einnig mjög gott steinasafn. Þá varðveitir safnið austfirkst plöntuvísindasafn og skordýrasafn.

Náttúrugripasafnið í Neskaupstað.

Egilsbraut 2, 740 Neskaupstaður.
Símanúmer: 477 1774 - 477 1454 - 470 9063.
GSM númer: 899 9089, fax: 477 1771.
na@na.is  www.na.is
Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst frá 13:00 - 17:00.
Utan þess tíma, eftir samkomulagi
við forstöðumann.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga