Greinasafni: Austurland
HólmatindurHólmatindur er afar tilkomumikið fjall og rís 985 m yfir sjávarmál milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Hólmanes sem teygir sig til suðausturs frá honum er klettótt og ber þar mest á Ytri-Hólmaborg (114 m) en norðan á nesinu er þó nokkurt sléttlendi. Utan til á  nesinu  eru víða hamrar í sjó fram en innar malar- og þangfjörur.

Hólmanes og Hólmaháls eru að miklu leyti úr basísku bergi sem hefur storknað á yfirborðinu og er dökkt á lit. Yst á nesinu er berggrunnurinn þó úr súru gosbergi, svokölluðu líparíti, sem er ljósleitt og er þar vestasti og yngsti hluti Reyðarfjarðareldstöðvar sem var virk fyrir 11-12 miljónum ára.  Líparítið er viðkvæmt fyrir veðrun og klofnar sundur í flögur og sést þetta mjög greinilega norðan og austan við Ytri-Hólmaborg. Borgirnar og Hólmarnir eru aftur á móti innskot sem hafa myndast við storknun bergkviku neðanjarðar sem tróðst inn á milli hraunlaganna er fyrir voru. Þessi innskot, sem eru úr basísku bergi, svokölluðu díabasi, reyndust harðari en hraunlögin í kring og hefur því rofmáttur ísaldarjökulsins ekki náð að vinna eins auðveldlega á þeim og berginu í kring.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga