Greinasafni: Austurland
Breiðdalur

Breiðdalur

Breiðdalur er mestur dala í Austfjarðafjallgarðinum. Inn af honum ganga tveir dalir, Norðurdalur og Suðurdalur.

Mikil náttúrufegurð er í Breiðdal og rísa fjöllin kringum dalinn, sum hver í yfir 1200 m hæð og eru margar fornar póstleiðir milli fjallaskarða. 

Að sunnanverðu er Breiðdalseldstöð sem er  forn eldstöð með marglitum líparítsmyndunum.

Um Breiðdal fellur Breiðdalsá sem á upptök sín í Heiðarvatni á Breiðdalsheiði.  Margar þverár falla í Breiðdalsá, mest þeirra er Tinna sem kemur úr Tinnudal en Norðurdalsá fellur í Tinnu. Breiðdalsá er vaxandi laxveiðiá.

Flögufoss er hæsti foss í Breiðdal um 60 m. Fossinn er í Flöguá sem rennur um Flögudal, sem afmarkast af Smátindum og Slötti. Frá vegi er stutt og létt gönuleið að fossinum.

Þekktastur landnámsmanna í Breiðdal er hins vegar Hrafnkell Freysgoði og er ungmennafélagið í byggðarlaginu kennt við hann. 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga