Stiklað um Víknaslóðir

Víknaslóðir er samheiti yfir svæðið frá Héraðsflóa í norðri til Seyðisfjarðar í suðri. Á þessu svæði er fjöldi frábærra vel merktra og stikaðra gönguleiða við allra hæfi. Aðgengi að svæðinu er mjög gott og aðbúnaður allur hinn besti


Skúli við myndatöku                                                           ÁÁ 2004Dyrfjöll - séð frá Hamri                                                        ÁÁ 2004


Borgarfjörður úr flugvél                                             Loftmyndir 2003


Borgarfjörður úr flugvél                                             Loftmyndir 2003Göngufólk við Geirishóla - Staðarfjall í baksýn                      HMA 2004Dyrfjöll í skugga kvöldsólarinnar - af Gagnheiði                    HMA 2004

Öflug þjónusta hefur byggst upp á svæðinu, tjaldstæði, gisting, veitingar, söfn, leiðsögn, aðstoð við skipulag gönguferða og flutningar á fólki og farangri.


Göngufólk nærri Súluskarði                                                HMA 2004

Á Víknaslóðum, milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar eru 9 víkur og var búið í þeim flestum fram undir miðja 20. öld en síðust af víkunum fór Húsavík í eyði, 1974 en síðasti ábúandi í Loðmundarfirði flutti þaðan 1973

Ferðamálahópur Borgarfjarðar er með þessa heimasíðu og hér má finna ýmsar upplýsingar um svæðið, tillögur að ferðum og göngukort ásamt fjölda mynda. Þar er líka þjónustulisti, álfa og vættasögur, fornsögur og ýmiss annar fróðleikur.

Ef þú ert að hugsa um gönguferð í friðsælu og fallegu umhverfi mælum við með að þú mætir á svæðið - þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

- - - - - - - - - - - -

Í Landnámu er getið landnámsmanna hér og þeir voru: Loðmundur gamli í Loðmundarfirði, Þorsteinn kleggi í Húsavík, Þórir lína í Breiðuvík, Veturliði Arnbjarnarson á Borgarfirði, Þorkell fullspakur í Njarðvík og Uni danski Garðarsson á Austur-Héraði.


Við Þorragarð í Njarðvík                                                      HMA 2004

Gunnars saga Þiðrandabana, sem gerist um árið 1000, tengist Njarðvík mikið og í sögunni er m.a. getið Þorragarðs og Þiðrandaþúfu sem hvort tveggja eru í dag friðlýstar fornminjar. Þorragarður er hlaðinn torfgarður, allt að 1,5 m hár og hefur verið um 1,4 km að lengd í upphafi en hluti hans er nú kominn undir tún en eftir standa í dag um 0,9 km af garðinum.

Skiltið við Þorragarð                                                        Vegagerdin

Tveir synir Þóris línu í Breiðuvík bjuggu á Borgarfirði, Gunnsteinn á „Dysjarmýri“ og „Sveinungur“ á Bakka en þeirra bræðra er beggja getið í Gunnars sögu Þiðrandabana en Sveinungur bjargaði Gunnari á flótta og er það fyrsta skráða björgun hér.


Bílstjórar Sveinunga hjá Björgunarsveitarbílnum                    HMA 2002

Björgunarsveitin á Borgarfirði heitir Sveinungi eftir þessum fyrsta „björgunarmanni“.
N

 


Njarðvík úr flugvél                                                    Loftmyndir 2003

Njarðvík er norðan Borgarfjarðar. Á dögum Margrétar ríku á Eiðum í byrjun 16. aldar kallaði hún Njarðvík „víkina mögru en fögru“ en hún átti bæði Húsavík og Njarðvík.


Njarðvík - séð frá Göngudal                                                HMA 2003

Njarðvík er ákaflega litfögur. Setur ljóst líparít mjög sterkan svip á hana og Dyrfjöllin (1136) gnæfa svo fyrir víkurbotni með sína svörtu móbergs- og basalthamra. Útsýni af Vatnsskarði er ákaflega fagurt og af norðurbrún má í góðu skyggni sjá til Snæfells, Herðubreiðar og Langaness.Innra-Hvannagil í Njarðvík                                                  HMA 2001í Njarðvík er staður sem allir ættu að kíkja á. Aka má upp að gilinu og mjög auðveld og stutt ganga er inn í það. Þar birtast fjölbreyttar bergmyndanir í líparítinu og sérkennilegir basalt-berggangar sem kljúfa líparítskriðurnar þvers og kruss.Í Njarðvíkurskriðum                                                          HMA 2005„Í leit að landslagi“ með Kjarval                                         HMA 2004

Á Borgarfirði eystri eru æskustöðvar Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals en hann ólst upp í Geitavík og þar er minnisvarði um hann. Kjarvalsstofa er staðsett í Félagsheimilinu Fjarðarborg. Þar er varpað ljósi á manninn Jóhannes Sveinsson eða „Jóa í Geitavík“ sem fluttist hingað á fimmta ári sunnan úr Meðallandi. Hann átti síðar á ævinni eftir að breyta listasögu Íslands verulega og er í dag talinn ástsælasti málari þjóðarinnar.


Altaristaflan í Bakkagerðiskirkju                                          HMA 2002

Kjarval sýndi heimahögunum alltaf mikla rækt og m.a. málaði hann 1914 altaristöfluna í Bakkagerðiskirkju sem er einstakt listaverk, einn mesti dýrgripur staðarins. Stór hluti ferðamanna staldrar við í kirkjunni til að sjá þetta meistaraverk.

Í „Gamla skólanum“                                                         HMA 2003

Í Kjarvalsstofu er líka sett upp þema um altaristöfluna og einnig um „hausana“ hans Kjarvals. Þá teiknaði hann flesta af sveitungum sínum árið 1926. Sýningin í Kjarvalsstofu tengir skemmtilega þessa „hausa“ við nútímann.
B


Borgarfjörður


Lindarbakki                                                                     HMA 2003

Til að byrja með voru þetta lítil torfhús, svokallaðar þurrabúðir og „neðst“ í þorpinu er Lindarbakki, fallegt lítið torfhús, sem sýnir vel hvernig þessi hús litu út. Lindarbakki er í einkaeign, nýtt sem sumarhús og er vinsælt myndefni ferðamanna.


Af útsýnispalli á Hólmanum                                               HMA 2003


fékk verslunarréttindi 1895 og þá byrjaði að myndast þéttbýliskjarni þar sem þorpið Bakkagerði er nú.Bakkagerði - séð frá Kúahjalla                                            HMA 2003Stigi upp á Hafnarhólma - lundabyggð                                HMA 2003

 

Frábær aðstaða er til fuglaskoðunar við Hafnarhólma. Þar eru tveir pallar fyrir fuglaáhugamenn og hægt er að fullyrða að óvíða sé betri aðstaða til að fylgjast með lunda og ritu.


Lundar                                                                            HMA 2001

Lundinn kemur á vorin en hverfur allur á einni nóttu um miðjan ágúst.


Fuglaskoðunarhús í þorpinu                                                HMA 2001

Góð aðstaða er líka fyrir fuglaáhugamenn í fuglaskoðunarhúsi við gömlu bryggjuna í þorpinu.

Bláfáninn afhentur 2003                                                    HMA 2003

Vorið 2003 fékk smábátahöfnin við Hafnarhólma afhentan Bláfánann en hann er m.a. veittur þeim höfnum sem skara framúr með merkingar, snyrtimennsku og gott aðgengi fyrir sjómenn og ferðafólk. 
Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, afhenti fánann og aðstoðaði við að draga hann að húni.


Áhorfendur á Álfaborgarsjens 2003                                     HMA 200

3

 

 

Íbúar Borgarfjarðar

eru tæplega 150. Í sveitinni er sauðfjárbúskapur og nokkuð af hrossum. Borgfirskt sauðfé                                                              HMA 2004

Gott afréttarland fyrir sauðfé er á Víkunum sunnan fjarðarins og í Loðmundarfirði og reka bændur fé sitt þangað.

Hreindýrahjörð                                                       Sig.Aðalsteinsson

Talsvert er af hreindýrum á svæðinu en þau eru stygg og erfitt að komast nærri þeim.


Borgfirskar trillur í höfn                                                      HMA 2003

Hafnaraðstaða á Borgarfirði er slæm frá náttúrunnar hendi enda fjörðurinn stuttur og breiður en við Hafnarhólma austan fjarðar hefur verið gerð góð smábátahöfn. Héðan eru gerðar út 10-12 trillur og mest af aflanum er saltað hjá Fiskverkun Kalla Sveins.

 

Milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar er fjöldi af víkum og var búið í flestum þeirra fram undir miðja 20. öldina.
B

Brúnavík er næst sunnan Borgarfjarðar. Þar var oft tvíbýli og síðasta áratug 19. aldar komst íbúatalan yfir 30 manns en byggð lagðist þar af 1944. Brúnavík er talin bera nafn af brúnunum í víkinni en ekki af brúna litnum sem þó er áberandi hér.


Gengið í hlíðum Geitfells - Súlutindur í baksýn                         ÁÁ 2004Hvalvík - séð ofan af Glettingi                                            HMA 2004Séð niður á Glettingsnes af Glettingskolli                             HMA 2004Á toppi Glettings - Kjólsvík og Grenmór í baksýn                     ÁÁ 2004
.Kjólsvíkurbærinn - tóftir                                                     HMA 2004

Rústir Kjólsvíkurbæjarins undir Kjólnum sunnan í Glettingi        ÁÁ 2004

Kjóll þýðir skip eða kjölur og kletturinn á að bægja skriðum frá bænum sem stendur beint neðan hans. Í Kjólsvík eru mikil framhlaup og Ólafur Ólavíus segir 1776. „ Hefur víkin sem þótti mjög grasgefin breyst mjög af ægilegu skriðuhlaupi fyrir þremur árum“.

Kjólsvík - Víðidalsfjall og Glettingur                                     HMA 2003
Glöggt má sjá Efri- og Neðri Háuhlaup sem liggja ofan frá Víðidalsfjalli.  

Gamlar sagnir segja frá vatni uppi á Víðidalsfjalli sem í dag er ekki. Kjólsvík byggðist ekki aftur fyrr en 1830 og fór síðan í eyði 1938.  Glöggt má sjá afleiðingar framhlaupa norðan megin í víkinni og heita þar Efri- og Neðri-Háuhlaup
S


Á Litluvíkursandi - sér til Svínavíkur                                     HMA 2004

 

Svínavík

Fáar færar leiðir eru á Svínavík en þó er þokkaleg leið um Kaplaskarð og á fjöru má auðveldlega ganga fyrir Forvaða úr Breiðuvík.
B  LBreiðuvíkurbærinn að hruni kominn 1981                             HMA 1981Breiðuvíkurskáli                                                                HMA 2004


Göngufólk í Breiðuvíkurskála                                                 ÁÁ 2004Breiðuvíkurskáli - Sólarfjall í baksýn                                      ÁÁ 20044

 

Í Herjólsvíkurvarpi - Leirfjall í baksýn                                  HMA 2002

Sunnan Breiðuvíkur er Herjólfsvík. Þar var aldrei búið ef frá er talin frásögn í þjóðsögum um Herjólf og systur hans Gunnhildi sem bjó í Gunnhildardal í Húsavík. Deildu þau um upprekstrarland sem endaði með því að þau felldu skriður á bæi hvors annars. Gunnhildur og hennar fólk komst af því hún hafði veður af fyrirhugaðri ferð Herjólfs en hann fórst hins vegar með hyski sínu öllu.
H

 

Húsavík                                                                           HMA 2004

Húsavík


Álfahirðin úr Álfaborg                                                         HMA 2002

Skælingur „Kínverska musterið“                                          HMA 20045

Annað er Hvítserkur, eitt fegursta fjall landsins og svo Skælingur eitt formfegursta fjall landsins, stundum kallaður „kínverska musterið“. Fegurð hefur annað mat í dag en var á öldum áður. Hvítserkur og Leirfjall hafa myndast í gífurlegu sprengigosi en toppur þeirra beggja er úr móbergi. Í Hvítserk eru basaltberggangar þvers og kruss um fjallið sem gefur því einstakan svip.


Húsavíkurskáli                                                                 HMA 2002


Morgunverðurinn tilbúinn í Húsavík                                     HMA 200

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs reisti sumarið 2000 glæsilegan 33ja manna gönguskála hér við rætur Skælings.


Göngufólk á leið í Álftavík - Húsavík í baksýn                         ÁÁ 2004
Á


Álftavík - Álftavíkurtindur til vinstri                                     

 

Álftavíkur,


Lotna í Álftavík - bæjarstæði hægra megin á myndinni         HMA  200

Ytri og Innri eru í raun bara slakkar í fjallinu sunnan Húsavíkur og snúa að Seyðisfjarðarflóa. Búseta var í Ytri-Álftavík a.m.k. frá 1829 til 1904 er hún fór í eyði.5

Forsenda búsetu hér er Lotna, frábær höfn frá náttúrunnar hendi, með þröngri innsiglingu sem gerði aðstæður hér lífvænlegar.

Á leið upp úr Álftavík - Álftavíkurtindur                                 HMA 2004

Gönguleið hingað er erfið, um brött og þröng fjallaskörð og brattar hlíðar.  Nauðsynlegt er fyrir ókunnuga að afla sér upplýsinga því leiðirnar eru ekki merktar.
L

Loðmundarfjörður - Hjálmárdalur og Gunnhildur                 Reynir 2000


Hvíldartími á Seljamýrarmóum - Bungufell í baksýn                ÁÁ 2004

 

Loðmundarfjörður

 

Í Loðmundarfirði er mikið framhlaup sem kallast Loðmundarskriður eða Stakkahlíðarhraun.  Talið er að það sé komið ofan frá Bungufelli og Flatafjalli og hafi fallið fram dalinn. Efst í því finnast miklar perlusteinsnámur sem rannsakaðar voru nokkuð á 7. áratugnum með nýtingu í huga. 

var færður undir Borgarfjarðarhrepp 1. janúar 1973. Í byrjun 20. aldar voru hér 87 íbúar á 10 bæjum. Upp úr 1940 fer þeim að fækka og 1973 flutti síðasti ábúandi brott.Útsýni af Herfelli út Loðmundarfjörð - Skælingur í bakgrunni              

 
Loðmundarfjörður úr flugvél                                      Loftmyndir 2003Klyppsstaðakirkja - Gunnhildur og Svartafjall                        HMA 2004

Kirkja frá 1895 er að Klyppsstað.


Á Sævarenda er mikið æðarvarp og er búið þar fyrri part sumars við nytjar á því.   Sævarendi var síðastur bæja í Loðmundarfirði til að fara í eyði en þar var búið til 1976 (?).Stakkahlíð - Flatafjall og Skælingur í baksýn                        HMA 2003


Inni í Stakkahlíð - Smári Magnússon                                   HMA 2002

Í Stakkahlíð er starfrækt ferðaþjónusta á sumrin í gamla bænum sem haldið hefur verið vel við og lagfærður. Gisting er þar fyrir um 20 manns.


Í Loðmundarfirði er nokkuð undirlendi og auðvelt er að eyða hér heilum degi til skoðunar því fjörðurinn býr yfir einstakri náttúrufegurð og kyrrð sem gott er að njóta.


Gengið í Loðmundarfirði - Karlfell í baksýn                           HMA 2004Séð til Stórurðar - fólk á gangi                                            HMA 2002Ánægðir ferðalangar í Stórurð                                             HMA 2004


Göngufólk að koma niður í Stórurð                                        ÁÁ 2004


Séð yfir Stórurð úr flugvél                                                   HMA 2003

 

Vestan Dyrfjalla er Stórurð, ein af náttúruperlum Íslands. Um tveggja og hálfs tíma ganga (6 km) er þangað frá þjóðvegi (aðra leiðina) og rétt að gera ráð fyrir löngum degi í þá ferð því það er auðvelt að gleyma sér í þeirri hrikalegu fegurð sem hér er.


Hægt er að fullyrða að allir sem hingað koma heillast af þessari sérstöku náttúrusmíði.


Stórurð - Dyrfjöll - Borgarfjörður                                  Loftmyndir 2003

Talið er að Stórurð hafi myndast þannig að ísaldarjökullinn hafi skrapað hamraþilin og blokkir fallið þannig á jökulinn sem hafi síðan flutt þær fram dalinn, allt að 7 km leið.

Göngufólk í Stórurð                                                           HMA 2003

Velja má um margar gönguleiðir í Stórurð - sjá göngukort.
S

Við Stapavík                                                                     HMA 2003

Stapavík


Stapavík og Krosshöfði                                                     HMA 200

er lítil klettavík, sunnanvert við Héraðsflóa. Rétt vestar er Krosshöfði.5

Í byrjun 20. aldar var hér komið upp aðstöðu fyrir vöruflutninga og hún nýtt fram undir miðja 20. öldina eða þar til vegur var lagður um Vatnsskarð.

 

Séð yfir Borgarfjörð, Njarðvík og Héraðsflóa                   Loftmyndir ehf.

Borgarfjörður eystri


Álfahirðin úr Álfaborg                                                         HMA 2002

Álfadrottning Íslands býr í Álfaborginni, klettaborg við hliðina á þorpinu og fjölmargar álfa- og huldufólkssögur tengjast henni; stúlkur sem giftust íbúum þar og um ýmis önnur samskipti mennskra við íbúa Borgarinnar. Fjölmargir aðrir staðir í sveitinni tengjast líka álfum.

Í Kækjudal innst í sveitinni er álfakirkja. Í sögunum er m.a. sagt frá ferðum álfa á leið í kirkjuna og einnig frá giftingum mennskra stúlkna og huldudrengja þar.

er þekktur fyrir álfa- og vættatrú. Álfakirkjan í Kækjudal     

 

Breiðavík

er næst. Hér voru tveir bæir, Breiðavík og Litlavík (áður Litla-Breiðavík). Landamörk jarðanna fylgja Stóruá inni í vík en síðan um stóra tjörn ofan við sandfjöruna fyrir víkurbotninum. Flest bendir til búsetu hér frá landnámi.

Seinustu áratugina var yfirleitt tvíbýli í Breiðuvík, jafnvel þríbýli, yfirleitt 10-15 manns. Mikið af mannvistarleifum eru umhverfis bæjarstæðið.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs byggði hér árið 1998 glæsilegan 33ja manna gönguskála.


Gönguhópur í Breiðuvík                                                      HMA 200

Víkin er ákaflega litfögur með mjög áberandi ljósum líparítfjöllum.
Jeppavegur er frá Borgarfirði um Gagnheiði til Breiðuvíkur um einnig er hægt að aka um víknaheiði til Breiðuvíkur.


Göngufólk við Vatnstungur innst í Breiðuvík                            ÁÁ 2004
H

 

Hvalvík

er næst í röðinni. Þar er lítið vitað um búsetu nema hvað merkur maður, Benóný Guðlaugsson bjó hér í 10 ár eða til 1842 er hann flutti sig niður á Glettingsnes sem þá hafði verið í eyði um tíma. Á Glettingsnesi er góð lending og þar var nokkuð útræði en í Hvalvík er mjög hár sjávarbakki og ófært niður í fjöru.
G

Viti var byggður á Glettingsnesi 1931 og var vitavörður þar til 1952 er nesið fór í eyði. Þægileg ganga er á Gletting (553) en leiðin er ekki stikuð.


Kjólsvík - af Grenmó.  Sér á Glettingsnes.                            HMA 2003

 

Kjólsvík

er sunnan Glettings. Þar er bæjarstæðið út við sjó norðan víkur. Víkin ber nafn af kletti sem er ofan við bæinn.

 

Innra-Hvannagil

Talið er að í Njarðvík sé miðja Njarðvíkureldstöðvarinnar og hún og Dyrfjallaeldstöðin myndi eina megineldstöð en Dyrfjöllin hafa myndast í gosi í öskju, svipaðri og Askja er í dag. Önnur megineldstöð er talin innst í Borgarfirði, nálægt Víknaheiði.  Er hún nefnd Borgarfjarðareldstöðin eða Breiðuvíkureldstöðin.

N

Njarðvíkurskriður eru milli Njarðvíkur og Borgarfjarðar.  Á öldum áður voru þar mjóar hættulegar götur en um miðja 20. öld var gerður þar mjór akfær vegur sem síðan hefur oft verið breikkaður.  Um miðjar Skriður er Naddakross „Krossinn helgi í Njarðvíkurskriðum“ en Naddi var óvættur sem hafðist við í Skriðunum - sjá frásögn annarsstaðar á heimasíðunni.
K

 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga