Greinasafni: Austurland
Rauðubjörg


Klettabelti á móti Neskaupsstað, sunnanmegin.
Rauðubjörg eru falleg líparítbjörg á Barðsnesi við Norðfjarðarflóa. Norðfirðingar hafa löngum sagt að ef sólin glampar á Rauðubjörg að kvöldi viti það á gott veður næsta dag. Hægt er að fara í siglingu um fjörðinn með Fjarðaferðum og njóta bjarganna og útsýnisins.
Barðsnesið afmarkar Norðfjarðarflóa að sunnanverðu.Nesið er gömul megineldstöð, afar lítríkt og hrikalegt og sæbratt þar sem það endar í Barðsneshorni.
Á Barðsnesinu hafa fundist elstu gróðurleifar á Íslandi, kolaðir trjábútar u. þ. b. 15 milljón ára gamlir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga