Greinasafni: Austurland
Galtastaðir Fram

Galtastaðir Fram er gamall, uppgerður torfbær sem nú er í vörslu Þjóðminjasafnsins.  Hann hefur þá sérstöðu miðað við aðra torfbæi landsins að vera dæmigerður alþýðubær þar sem fjósið var undir baðstofunni. 
Í bænum er fjósbaðstofa, reist 1882 af Jóni Magnússyni snikkara, þar sem niðri er fjós en baðstofa er uppi yfir og nýttist ylurinn frá kúnum til húshitunar. Áður mun hafa verið tvíbýlt á jörðinni og stóðu þá tvær baðstofur að baki núverandi húsa. 
Ferðamönnum er heimilt að skoða bæinn, með samþykki húsráðanda. Stutt er þaðan í Geirsstaði þar sem er endurgert bænahús frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.

Staðsetning: Bærinn er á vegi 925 um það bil 20 mín akstur frá Egilsstöðum

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga