Greinasafni: Austurland
Skálanes - Náttúru- og menningarsetriðNáttúru- og menningarsetrið Skálanes var stofnað vorið 2006 og er stunduð þar ferðaþjónusta með áherslu á góða þjónustu í mat, gistingu og ferðum, umhverfisvernd er annað aðalverkefni Skálanes. Markmið Skálanesseturs er að stuðla að rannsóknum á Skálanesi og umhverfi þess. Skálanessetur býður styrki og getur veitt milligöngu styrkumsóknum til handa háskólanemum sem vilja sækja svæðið og vinna sín verkefni þar. Verkefni þessara nema verða að vera um eitthvað sem finna má á svæðinu eða tengist því. Þegar skýrslur með niðurstöðum rannsóknanna eru taldar saman skapast möguleikar á því að uppfræða gesti okkar um fyrirbæri sem eru sértæk á Skálanes.  Að því marki að auka vægi Skálanes með ofangreint í huga hafa landeigendur komið á friðlýsingu sem í bland við námsritgerðir er ætlað að vega vægi hvors annars upp.
Staðarhaldarar á Skálanesi leggja áherslu á að kynna fólki náttúruna og samspil það sem stöðugt á sér stað milli hennar og mannfólksins. Virðing og nærgætni er höfð að leiðarljósi gagnvart náttúrunni.


Gistiaðstaða fyrir 16 manns, matsala, fullbúin salerni og böð, gönguleiðir og aðstoð starfsfólks.
Opnunartími
Frá 1. maí til 15. sept 2007 er opið alla daga.
Til að bóka eða leita upplýsinga
Sími :690-6966
 skalanes@skalanes.com
www.skalanes.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga