Greinasafni: Austurland einnig undir: Sveitarfélög
Breiðdalsvík
Breiðdalsvík
Breiðdalur er víðlend sveit miðað við aðra dali sem ganga inn af Austfjörðum. Breiðdalur skiptist með greinilegum mörkum í þrjá hluta, Norðurdal, Suðurdal og Útsveit. Breiðdalsvík, sem er þjónustumiðstöð hreppsins, er tiltölulega ungt kauptún og fór ekki að byggjast að marki fyrr en upp úr 1960. Íbúafjöldi 1. jan.2010 144.
Um byggð á Breiðdalsvík er ekki vitað með fullri vissu fyrr en um 1880 er Gránufélagið lætur reisa þar vörugeymsluhús. En föst búseta var þar þó ekki fyrr en 1896 er Brynesverslun á Seyðisfirði reisti hús undir starfsemi sína efst á Selnesi við austurkrók Selnesbótar.
Vorið 1906 brann verslunarhúsið til kaldra kola og var þá óðar reist nýtt verslunarhús vestan víkurinnar. Stendur það hús enn og telst því elsta hús Breiðdalsvíkur. Gamla Kaupfélagið hefur verið endurreist og þar er nú jarðfræðisetur, enda vel við hæfi þar sem Austfjarðaeldstöðin er í Breiðdalnum eins og sjá má á litum fjalla. Þar er stofa Stefáns Einarssonar fv. prófessors við John Hopkins háskóla í Baltimore.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga