Greinasafni: Austurland einnig undir: Sveitarfélög
Djúpivogur
Djúpivogur
Berufjörður er um 20 km langur og 2-5 km að breidd. Hann liggur milli Hamarsfjarðar að sunnan og Breiðdalsvík að norðan.
Upp úr honum ganga Búlandsdalur og Fossárdalur. Búlandstindur setur mikinn svip á fjörðinn og egghvass fjallarhringurinn, gnípur og ríolítinnskot eru áberandi. 
Flikrubergið, sem er grænleitt afbrigði
þess er áberandi í lágum grænum höfða norðan megin fjarðarins einnig sker
og boðar í fjarðarmynninu. 
Fjörðurinn er straummilkill.  Nönnusafn og geislasteinasafn á Teigarhorni er meðal þess sem finnst í Berufirði. Í Berufjörð er hægt að komast eftir hringvegi 1 strandleiðina eða yfir Öxi, til Fljótsdalshéraðs.
Djúpivogur er þéttbýlið sunnan fjarðarins.  Það stendur í skjóli undir Búlandstindi við náttúrulega höfn og hefur verið verslunarstaður síðan 20. júní 1589.  Upphaflegi verslunarstaðurinn var í Gautavík og er hans getið í Landnámabók.  Djúpivogur er lifandi sjávarpláss og þar er líka menningunni gert hátt undir höfði.  Skólahald hefur verið þar síðan 1888. Fugla- og steinasafn sem heldur úti heimasíðu. Langabúð,  þar sem eru söfn Eysteins Jónssonar stjórnmálamanns og Ríkarðs Jónssonar listamanns, minjasafn og kaffihús.   Glæsileg sundlaug, golfvöllur og íþróttasalur.  Frá Djúpavogi eru margar merktar gönguleiðir af öllum erfiðleika- gráðum og nokkrar hefðir s.s. ganga á Búlandstind og Faðivorahlaup sem koma frá Útvarps og blaðamanninum Stefáni Jónssyni sem bjó þar lengi.   Ferðir í Papey, stærstu eyju við Austfirði eru frá Djúpavogi að sumrinu og eftir samkomulagi.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga