Greinasafni: Austurland einnig undir: Sveitarfélög
Egilsstaðir
Egilsstaðir
Þéttbýlið Egilsstaðir var stofnað 1947 með lögum frá Alþingi. Nafnið dregur bærinn af stórbýlinu Egilsstöðum. Við stofnun þess voru 110 íbúar á staðnum. Sjúkrahúsið og búvélaverkstæði komu til skjala 1945, síðar bættist Kaupfélag Héraðsbúa við og varð þetta kveikjan að mikilli fjölgun íbúa. Opinberar stofnanir og þjónusta eru helstu afkomu-uppsprettur. Vegferð um Egilsstaði er upplagt að hefja við hringsjá á Hömrum fyrir ofan gamla Sláturhúsið sem nú er menningarmiðstöð. Gálgaklettur er skammt frá Egilsstaðakirkju.
Þar var fyrrum aftökustaður og er áletraður skjöldur til minningar um það. Frá kirkjunni er víðsýni yfir Löginn - og bjóðast vegleg verðlaun þeim sem getur tekið mynd af Lagarfljótsorminum. Annar útsýnisstaður er á klettinum við sundlaugina þar sem Kvennavarðan stendur.
Hún var hlaðin í tilefni Vest-Norden ráðstefnu í bænum. Á Egilsstöðum er alþjóðaflugvöllur, menntaskóli, menningarhús, safnastofnun og afgreiðsla Sýslumanns.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga