Greinasafni: Austurland einnig undir: Sveitarfélög
Fáskrúðsfjörður

Fáskrúðsfjörður
Fáskrúðsfjörður er vel í sveit settur í hjarta Austfjarða. Næstur honum til norðurs er Reyðarfjörður og skilur Vattarnes á milli með illræmdum skriðum sínum. Sunnan við er Stöðvarfjörður og skilur Kambanes í millum. Eyjan Skrúður í fjarðarmynninu er nafngjafi fjarðarins. Fáskrúðsfjörður byggir afkomu sína að mestu á sjávarútvegi og þjónustu og hefur atvinnulíf blómgast með tilkomu ganganna og stækkun atvinnusvæðis. Kauptúnið Búðir býr að mörgum fallegum gömlum húsum og snyrtilegu umhverfi. Í daglegu tali er Fáskrúðsfjörður nefndur "franski bærinn" og götuskilti eru á frönsku og íslensku. Tengingin við Frakkland á rót að rekja til veiða franskra sjómanna undan Austfjörðum. Frakkar reistu spítala, kapellu og skammt frá bænum er að finna kirkjugarð franskra sjómanna. Halda bæjarbúar "franska daga" síðustu helgina í júlí ár hvert.

 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga