Greinasafni: Austurland einnig undir: Sveitarfélög
Neskaupsstaður
Neskaupsstaður
Norðfjarðaflói er sunnan við Mjóafjörð og afmarkast af Nípunni, hæsta standbergi í sjó fram á Íslandi, og Barðsneshorni að austanverðu. Norðfjörður er nyrsti fjörðurinn sem gengur inn úr Norðfjarðaflóa. Sunnan við eru Hellisfjörður og Viðfjörður. Neskaupstaður fékk kaupstaðaréttindi 1929. Sjávarútvegur, fiskvinnsla og tengd þjónusta er aðalatvinnuvegur íbúanna.Síldarvinnslan hf. rekur eitt stærsta fiskiðjuver í Evrópu og gerir út mörg þekkt aflaskip. Á Neskaupstað er Fjórðungs- sjúkrahús Austurlands og Verkmenntaskóli Austurlands. Þá er nokkur landbúnaður í Norfjarðasveit. Menningastarfsemi er öflug og listiðnaður blómstrar með Gallerý Theu og Listasmiðjuna í fararbroddi. Íþróttalíf stendur með blóma. Blakdeild Þróttar er í fremstu röð á landinu, sundaðstaða með ágætum, golfvöllur er á staðnum og kajakklúbburinn Kaj er hinn elsti á landinu. Oddsskarð er miðstöð skíðaiðkunar í Fjarðabyggð og oft kallað "Austfirsku Alparnir." Norðfjarðarfólkvangur sem friðlýstur var 1972 er yndisreitur Norðfjarðarbúa. Þar eru stuttar gönguleiðir og margháttaður fróðleikur um ýmis náttúrufyrirbæri. Það er ekki skortur á áhugaverðum göngu- og ferðaleiðum í Norðfirði og hefur Ferðafélag Fjarðamanna verið ötult við merkingu þeirra. Gerpissvæðið, eyðifirðirnir Hellis- og Viðfjörður,Vöðlavík og Sandvík eru skemmtileg svæði og söguslóðir tengdar sjósókn og búsetu erlendra aðila.
Mikil upplifun er að fara í Páskahelli, t.d. frá Norðfjarðarvita. Völurnar sem byltast með öldunni upp og niður fremja tónlist allt eftir veðurfari. Þær eru misstórar og hljóma aldrei alveg eins; sannkölluð sjávarharpa. Páskahellir er þægilegur viðkomustaður ferðamanna; stutt að fara, undurfallegt landslag, náttúrustígur með upplýsingaskiltum, dúfur í varpi, sjávarlíf í pollum, holur eftir forn tré, fallegt útsýni, sérkennilegar urðir og margt  fleira.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga