Greinasafni: Austurland einnig undir: Sveitarfélög
Reyðarfjörður
Reyðarfjörður
Reyðarfjörður er lengstur Austfjarða um 30 km langur. Hann liggur milli Vaðlavíkur að norðan og Fáskrúðs- fjarðar að sunnan. Undirlendi er talsvert, dýpi mikið  og fjörðurinn er veðursæll. Þorpið nefnist Búðareyri og stendur að norðan- verðu í firðinum. Í gegnum bæinn fellur Búðará.
Helstu atvinnuvegir eru þjónusta og verslun en stærsti vinnustaðurinn er álver Alcoa við Hraun. Höfuðstöðvar Vegagerðar ríkisins á Austurlandi eru á Reyðarfirði og um bæinn liggja krossgötur til Héraðs og hinna fjarðanna í sveitafélaginu Fjarðabyggð. Reyðfirðingar lifðu litríka tíma á dögum hernámsins.
Þangað komu Bretar, Norðmenn og Bandaríkjamenn. Íslenska stríðsminjasafnið á Reyðarfirði gefur góða mynd af þeim tíma Íslandssögunnar en finna má stríðsminjar víðsvegar um fjörðinn. Í kirkjugarðinum hvíla nokkrir breskir hermenn. Jarðhiti er til staðar í firðinum og þar hefur rafveita starfað frá 1930 er Búðará var virkjuð í Svínadal.
Á Kollaleiru er munkaklaustur. Margar merktar gönguleiðir eru í og við Reyðarfjörð, ganga á Grænafell er vinsæl og er þá oftast farið frá Fagradal. Undir Grænafelli var samkomustaður Reyðfirðinga fyrrum. Ganga upp með Geithúsárgili er fögur og hrikalegt gilið augnayndi. Gönguleiðin um Stuðlaskarð til Fáskrúðsfjarðar er einnig skemmtileg og auðveld og jeppaslóðar liggja um Þórdalsheiði til Skriðdals.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga