Greinasafni: Austurland einnig undir: Sveitarfélög
Seyðisfjörður

Seyðisfjörður


                                                                                    "Fjarða best af Guði gjörður" orti skáldið Karl Finnbogason um Seyðisfjörð þar sem gömul timburhús kúra í skjóli hárra og formfagurra fjalla. Frá náttúrunnar hendi er hafnaraðstaðan í firðinum einstök og hefur hún gert Seyðisfjörð að mikilvægri samgönguæð allt frá aldamótunum 1901 til dagsins í dag. Er það einkum vegna nálægðarinnar við meginland Evrópu. Eina farþega- og bílaferjan sem siglir milli Íslands og meginlands Evrópu kemur til Seyðisfjarðar vikulega. Litrík, norskættuð timburhúsin frá fyrstu áratugum 20. aldarinnar gera Seyðisfjörð einstakan meðal bæja á Íslandi.
Lista- og menningarstarfsemi er blómleg í bænum, sérstaklega yfir sumartímann.
Fjölmargir listamenn hafa komið við sögu og þeir dvelja þar við listsköpun um lengri eða skemmri tíma . Skaftfell, miðstöð myndlistar, stendur fyrir sýningum árið um kring og þar er m.a. að finna verk eftir hinn kunna listamann Dieter Roth er dvaldi löngum á Seyðisfirði en hann lést 1998.
Um 700 manns búa nú á Seyðisfirði, fiskvinnsla og útgerð hafa verði aðalatvinnuvegurinn fram til þessa, en ferðaþjónusta vex stöðugt. Í bænum er tónlistarskóli, sjúkrahús og ágæt aðstaða til hvers kyns íþróttaiðkunar.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga