Greinasafni: Austurland einnig undir: Sveitarfélög
Stöðvarfjörður
Stöðvarfjörður
Stöðvarfjörður liggur milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur. Fjörðurinn er grunnur og undirlendi takmarkað að sunnanverðu. Inn af firðinum skerast Jafnadalur og Stöðvardalur.
Um Stöðvardal fellur samnefnd á út í fjörð og myndar svonefnda Öldu við sjóinn. Stöð hét kauptúnið áður og er snyrtilegt þorp. Viðurværi hafa Stöðfirðingar af sjávarútvegi en þar þrífst einnig blómlegur listiðnaður og ferðaþjónusta.
Út með firðinum norðanverðum, rétt við hin gömlu hreppamörk Stöðvarhrepps og Fáskrúðsfjarðar- hrepps, er einstakt náttúrufyrirbrigði; gatklettur sem nefnist Saxa. Í austlægum vindáttum dregur Saxa til sín þara, rekavið og annað lauslegt úr sjó, kurlar það í smátt og feykir hátt í loft upp. Fjallahringur Stöðvarfjarðar er fagur. Ofan kauptúnsins eru Steðji og Sauðabólstindur og sunnan við fjörðinn eru Súlurnar. Súlurnar eru blágrýtistindur sem klofinn er í tennt. Þangað er krefjandi gönguleið fyrir klifurkappa. Neðra eru Kambanesskriður sem áður fyrr voru verulegur farartálmi. Á Kambanesi er fagurt útivistarsvæði.
Í Jafnadal er steinbogi í hlíðum Álftafells og einnig klettaþyrpingin Einbúinn. Fjöllin eru auðkleif og sérlega góð gönguleið er upp á svonefndar Landabrúnir og Ólukku. Í þessum gömlu formfögru fjöllum hafa fundnist dýrgripir þeir sem prýða steinasafn Petru.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga