Vopnafjörður

Vopnafjörður
Vopnafjörður liggur milli Héraðsflóa og Bakkaflóa, víðlendur og veðursæll. Vopnafjarðarhérað skiptist í þrjá dali. Syðstur er Hofsdalur, í miðjunni Vesturárdalur og nyrstur er Selárdalur. Um þessa dali falla þrjár af þekktari laxveiðiám landsins, Hofsá, Selá og Vesturdalsá. Í Selárdal eru heitar uppsprettur og við þær sundlaug sem engan á sinn líka með útsýni yfir Selána. Fyrir miðjum firði er Kolbeinstangi þar sem Vopnafjarðarbær stendur. Norðan tangans eru Nýpsfjörður og inn af honum Nýpslón. Af Bustarfelli er einstakt útsýni yfir fjörðinn og samnefndur torfbær er landskunnur. Útsýni er einnig mikið af Hellisheiðinni. Í kauptúninu Vopnafirði hefur verið verslunarstaður frá fornu fari. Þangað lágu líka leiðir skipa er fluttu landnema til Vesturheims. Nú er þar Vesturfarmiðstöð í menningarsetrinu Kaupvangi þar sem
veitt er þjónusta við að rekja ættartengsl Vestur-Íslendinga
ef unnt er. Í húsinu er einnig Múlastofa, sem helguð er lífi
og list bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona, svo og þekkingarnet Austurlands.Sjávarútvegur og ferðaþjónusta
eru meginatvinnugreinar og er stærsti atvinnurekandinn HB Grandi hf.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga