Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924)

Frá Þingvöllum II, 1905  Olía, 38 x 54 cm

Þórarinn Benedikt Þorláksson (14. febrúar 1867 – 10. júlí 1924[1]) var íslenskur listmálari og fyrstur Íslendinga til að nema málaralist erlendis. Hann hélt fyrstu eiginlegu málverkasýningu á Íslandi og var fyrsti listmálarinn sem hlaut opinbera styrki. Þórarinn málaði aðallega landslagsmyndir. Ásamt Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi Kjarval og Jóni Stefánssyni er hann talinn til frumkvöðlanna fjögurra í íslenskri myndlist.
Þórarinn var næstelsta barn foreldra sinn en þau eignuðust fjórtán afkvæmi. Faðir Þórarins, sem var prestur á Undirfelli í Vatnsdal, lést þegar Þórarinn var aðeins fimm ára gamall. Þórarinn lærði upphaflega bókbandsiðn og veitti síðan um skeið forstöðu bókbandsstofu Ísafoldar. Árið 1900 fékk hann styrk frá Alþingi til að nema listir í Danmörku. Þórarinn hélt til Kaupmannahafnar, veturinn 1905, og lauk þar málaranámi, fyrstur Íslendinga. Hann hafði áður fengið nokkra tilsögn í dráttlist hjá frú Þóru Thoroddsen. Þegar hann kom til Íslands ferðaðist hann um landið og málaði landslagsmyndir og hélt síðar sýningu á verkum sínum í Glasgow sem var hinn fyrsta eiginlega myndlistasýning á Íslandi.
Þann 30. desember 1913 var Þórarinn skipaður í nefnd sem hanna átti fána Íslands. Hann kenndi teikningu í Iðnskólanum og var forstöðumaður skólns 1916 til 1922. Einnig rak hann bókaverslun og blaðaafgreiðslu. Þórarinn var einn af helstu forgangsmönnum stofnunar Listvinafjelagsins og stóð fyrir byggingu sýningarskála þess á Skólavörðuholtinu.
Þórarinn var kvæntur Sigríði Snæbjarnardóttur. Þau áttu þrjú börn, tvær dætur og einn son. Þórarinn lést af völdum hjartaáfalls í sumarbústaði sínum við Laugarvatn.


Frá Þingvöllum. 1900

Elstur fyrstu kynslóðar íslenskra myndlistarmanna er Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) og er hann jafnframt fyrstur til að halda sýningu í Reykjavík árið 1900. Með vali sínu á myndum á þá sýningu lagði Þórarinn línurnar fyrir íslenska málaralist á fyrsta skeiði hennar þar sem landslagið varð ríkjandi myndefni.
Þórarinn fékk köllun sína seint, tæplega þrítugur að aldri. Hann var prestssonur, fæddur á Norðurlandi, nam bókbandsiðn og starfaði sem bókbindari til ársins 1895. Þá söðlaði hann um og hélt til Kaupmannahafnar til náms í myndlist sem hann stundaði við Konunglega listaháskólann í fjóra vetur. Hann var síðan við framhaldsnám í einkaskóla danska málarans Haralds Frederiks Foss uns hann fluttist alkominn til Íslands árið 1902. Í Konunglegu listaakademíunni hlaut Þórarinn hefðbundna akademíska menntun en hjá Foss kynntist hann síðrómantískri landslagslist 19. aldar sem hann tileinkaði sér. Hefur áhugi hans á landslagslist jafnan verið talinn sprottinn af þeirri þjóðernisrómantík sem ríkti í íslenskri menningarumræðu og bókmenntum á þessum tíma, ekki síst ljóðagerð.
Sumarið 1900 dvaldist Þórarinn á Íslandi og málaði úti í náttúrunni, m.a. á Þingvöllum. Í myndum hans þaðan komu fram ýmsir þættir sem áttu eftir að einkenna landslagstúlkun hans - og við sjáum í verki hans Frá Þingvöllum. Landið er hjúpað svalri sumarbirtu en sléttir vatnsfletir auka á andrúmsloft kyrrðar og vekja með áhorfandanum tilfinningu fyrir einhverju háleitara. Landslagsmálverk Þórarins leiða hugann jafnt að rómantískri landslagslist 19. aldar sem að stemmningsmálverkinu í norrænni málaralist um aldamótin 1900.

Þórarinn hélt alla tíð tryggð við þá akademísku menntun er hann hafði hlotið en undir lokin gætir þó áhrifa frá yngri listamönnum, eins og Jóni Stefánssyni og Jóhannesi Kjarval. Þórarinn gat aldrei unnið óskiptur að list sinni en hann átti drjúgan þátt í uppbyggingu myndlistarlífs á Íslandi, m.a. sem teiknikennari og frammámaður í Listvinafélagi Íslands.
Eftir Hannes Sigurðsson


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga