Greinasafni: List
Jóhannes Sveinsson Kjarval 1885-1972

Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddist að Efri-Ey í Meðallandi í V-Skaftafellssýslu þann 15. október 1885. Hann fór í fóstur í Geitavík í Borgarfirði eystri fjögurra ára gamall og ólst þar upp til 17 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur. Kjarval stundaði sjómennsku til 1911 en hélt þá utan, fyrst til Lundúna og síðan til Kaupmannahafnar. Lauk prófi í málaralist frá Konunglega listaháskólanum 1918 og fór síðan um Evrópu og skoðaði söfn og málaði. Í Reykjavík frá 1922. Hann lést13. apríl 1972.


Jóhannes Kjarval "HvitasunnudagurNorðursalur Kjarvalsstaða er helgaður ungum gestum á öllum aldri en á þessari sýningu er lögð áhersla á verk sem Kjarval gerði af dýrum. Kjarval var tamt að gera góðlátlegt grín að fólki og sagði eitt sinn að hundar væru oft miklu greindari en eigendurnir, þó þeir héldu að þeir hefðu í fullu tré við þá! 

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga