Gylfi Gíslason 1940-2006
Gylfi Gíslason 1940-2006
Gylfi Gíslason lést í febrúar 2006 og er sýningin haldin til að minnast hans. Gylfi kom fram á sjónarsviðið á umbrotatímum í íslenskri myndlist, var með í SÚM-hópnum en gat sér fyrst og fremst orð fyrir teikningar sínar, þar sem hann sýndi oft nýstárlegan og frumlegan stíl. Gylfi var fjölhæfur listamaður, hann myndskreytti bækur og blöð, hannaði leikmyndir, kenndi teikningu, rak gallerí, skrifaði myndlistargagnrýni í dagblöð, annaðist þáttagerð fyrir sjónvarp og útvarp og flutti fyrirlestra um íslenska myndlist. Á sýningunni verða sýndar teikningar, þrívíddarverk og myndskreytingar. Í tilefni sýningarinnar verður gefin út vegleg bók um listamanninn.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga