Arfleifð Ágústa Arnardóttir
Ágústa Arnardóttir skóhönnuður hannar og framleiðir fatnað og fylgihluti undir vörumerkinu Arfleifð. Hún notar eingöngu íslenskt hráefni s.s. hreindýra-, sel- og lambaleður, roð af þorski, lax, karfa og hlýra. Aukahlutir eru bein, horn, hrosshár og ull, þæfð eða prjónuð. Náttúrulegt form hráefnisins veitir henni innblástur og vörurnar eru að mestu leyti hannaðar út frá því. Hver einasta vara er handunnin af hönnuðinum sjálfum og er því einstakt listaverk í raun.

Í vörulínunni frá Arfleifð má m.a. finna töskur, kjóla, vesti, armbönd og hárskraut.
   
Ágústa Margrét Arnardóttir útskrifaðist sem stúdent af listnámsbraut- hönnunarsviði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði 2005.
Lærði skó- og fylgihlutahönnun í IED á Ítalíu árið 2006. Hannaði og handgerði töskur og fylgihluti undir nafninu GUSTA DESIGN meira og minna frá árinu 2001.

2010 bættust við nýjar vörur, ný hráefni og nýtt consept. Svo miklar breytingar urðu í rekstrinum að ákveðið var að breyta um vörumerki og fara í gríðarlega markaðssetningu í samvinnu við dimms.is

Nafnið Arfleifð- Heritage from Iceland kom til vegna þess að Ágústa fær mikinn innblástur frá íslensku handverki, íslensku hráefni, íslenskri náttúru og íslenskri menningu. Hún horfir sérstaklega til forfeðra og formærða okkar sem notuðu þau hráefni sem náttúran gaf þeim, unnu allt í höndunum og komu sér upp tækni til að búa til þá hluti sem þeim vantaði, vildu og þurftu að eiga.

http://www.arfleifd.is/
http://www.youtube.com/watch?v=9ukZT3OgIAM
www.arfleifd.is
agusta@arfleifd.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga