JÓHANN BRIEM - JÓN ENGILBERTS - 9.3. - 29.4. 2007
Listasafn Íslands
Í íslenskri listasögu eru Jóhann Briem og Jón Engilberts ásamt m.a. Snorra Arinbjarnar, Gunnlaugi Scheving og Þorvaldi Skúlasyni fulltrúar þess expressjónisma sem var ríkjandi í evrópskri myndlist á millistríðsárunum. Á fjórða áratugnum má greina glögg skil milli tveggja ólíkra viðhorfa í íslenskri myndlist. Annarsvegar er það landslagsmálverkið, sem þá lifir mikið blómaskeið með þá Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval, og hins vegar sú kynslóð ungra listamanna, m.a. Jóhann Briem og Jón Engilberts, sem komu fram eftir 1930. Í verkum þessara ungu listamanna komu fram róttæk viðhorf, jafnt í vali á myndefni og túlkun. Ný myndefni eins og maðurinn við vinnu sína, götumyndir og nánasta umhverfi listamannsins verður meginviðfangsefnið.
Jón Engilberts naut kennslu norska málarans Axels Revolds. Hjá honum kynntist hann hinum norska expressjónisma sem annars vegar átti rætur að rekja til tilfinningarlegs expressjónisma Edvards Munch og hins vegar, hins formræna og munúðarfulla franska expressjónisma.
Jóhann Briem komst aftur á móti í kynni við hinn þýska expressjónisma á námsárunum í Þýskalandi.
Sýningarstjóri sýninganna er Harpa Þórsdóttir.

JÓHANN BRIEM - JÓN ENGILBERTS - 9.3. - 29.4. 2007

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga