Í bili ný sýning opnuð í Hafnarborg föstudaginn 26 ágúst kl. 20.
Föstudaginn 26. ágúst verður opnuð í Hafnarborg áhugaverð sýning á verkum tólf listamanna og listamanna hópa. Sýningin ber yfirskriftina Í bili og er sýningarstjóri Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. Hugmyndin að sýningunni  var valin úr tillögum sem sendar voru inn síðastliðið haust þegar Hafnarborg bauð sýningarstjórum að senda inn tillögur að haustsýningu 2011.
 
Verkin á sýningunni eru flest ný og fjalla á einn eða annan hátt á um tengsl myndlistar og þekkingarsköpunnar. Þau eru ýmist  samansafn einstakra skyldra eða óskyldra hluta, kerfisbundin uppröðun eða byggja á endurteknum athöfnum og fjalla þannig um þekkingarleit.
Samspil verka og uppsetning í sýningarrýminu vísa  til sögulegs upphafs safna sem kennt er við furðustofu endurreisnarinnar eða Wunderkammer. Í furðustofum mátti finna mergð dýrgripa og sjaldgæfra muna sem evrópskir aðalsmenn höfðu fært heim í stofu frá framandi slóðum sem einskonar sýnishorn af furðum veraldar.
Notkun rýmis Hafnarborgar undirstrikar þetta tímabil en einnig þá hugmynd að safnið sé í eðli sínu staður þar sem gestir taka við upplýsingum og mótar hegðun þeirra. Sýningin veltir þannig upp spurningum um safnið sem merkingarhlaðið rými þar sem flókið samspil hins hlutlæga og hins huglæga á sér stað. Um leið dregur hún fram undrunina sem drifkraft í óþrjótandi leit mannsins að skilningi á heiminum og sjálfum sér. Nánar um sýninguna hér.
 
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Daníel Björnsson, Gretar Reynisson, Haraldur Jónsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Hugsteypan (Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir & Þórdís Jóhannesdóttir), Ingirafn Steinarsson, Jeannette Castioni, Magnús Árnason, Olga Bergmann, Ólöf Nordal og Skyr Lee Bob (Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson & Lieven Dousselaere).
 
Í tengslum við sýninguna verður vegleg dagskrá auk þess verður efnt til málþings laugardaginn 15. október með þátttöku sýningastjórans Sarath Maharaj, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Gautaborg.
 
Dagskrá:
 
Sýningarstjóraspjall
Sunnudag 28. ágúst kl. 15
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
 
Listamannaspjall
Sunnudag 11. september kl. 15
Hugsteypan – Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir
 
Listamannaspjall
Fimmtudag 15. september kl. 20
Ingirafn Steinarsson og Daníel Björnsson
 
Fjölskylduleiðsögn og smiðja fyrir börn
Sunnudag 25. september kl. 14
 
Listamannaspjall
Sunnudag 2. október kl. 15
Ólöf Nordal og Olga Bergmann
 
Málþing
Laugardag 15. október kl. 13
Lykilfyrirlesari: Sarat Maharaj, sýningarstjóri og prófessor við Gautaborgarháskóla
Umsjón: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
 
Listamannsspjall
Fimmtudag 20. október kl. 20
Jeannette Castioni
 
Nánar um dagskrá á heimasíðu safnsins
www.hafnarborg.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga