Greinasafni: Söfn
Hafnarhúsið Listasafn Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur er til húsa á þremur stöðum í bænum.
Í Hafnarhúsi við Tryggvagötu, á Kjarvalsstöðum við Flókagötu og í Ásmundarsafni við Sigtún.

Hafnarhús
Hluti af Hafnarhúsinu var tekinn til notkunar sem listasafn borgarinnar í apríl árið 2000. Hafnarhúsið var reist á áunum 1932-39 fyrir skrifstofur og vörugeymslur Reykjavíkurhafnar og var á sínum tíma ein stærsta bygging landsins. Helstu hönnuðir Þess voru Sigurður Guðmundsson arkitekt og Þórarinn Kristjánsson hafnarstjóri. Útiportið á sér fáar hliðstæður í íslenskri byggingarlist en nákvæmar upplýsingar um hönnun þess liggja ekki fyrir þar sem upprunalegu teikningarnar hafa ekki verið varðveittar. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hönnuðu húsnæði listasafnsins og lögðu áherslu á að halda útilit þess sem upprunalegustu. Þar eru sex sýningarsalir á tveimur hæðum, fjölnotasalur auk útiportsins sem tilheyrir listasafninu.
Í Hafnarhúsinu eru heimkynni Errósafnsins og þar eru reglulegar sýningar á verkum listamannsins.

Verslun
Í Hafnarhúsinu er safnverslun þar sem boðið er upp á úrval innlendra og erlendra listaverkabóka og sýningarskráa sem safnið hefur gefið út í gegnum árin. Þar er einnig til sölu gjafakort og eftirprentanir af kunnum listaverkum.
Einnig afsteypur af verkum Ásmundar Sveinssonar. Verslunin er opin á opnunartíma safnsins.

Árskort: 3.000 kr.Fullorðnir: 1.000 kr.Námsmenn 25 ára og yngri: 500 kr.Hópar 10+: 600 kr.Eldri borgarar (67+), öryrkjar, börn að átján ára aldri. ICOM, FÍSOS, SÍM og FÍMK: Frítt

Safnið er opið alla daga frá kl. 10:00 - 17:00. Opið fimmtudaga til kl. 20.00
Sími: 590 1200
Sjá myndband um Hafnarhúsið á íslensku hér
Sja myndband um Erró sýninguna á ensku hér
Sjá myndband um Ásmundasafn á ensku hér

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga