Listasafn Fjallabyggðar
Safnið

Listasafn Fjallabyggðar er til húsa í Ráðhúsinu á Siglufirði 2. hæð. Enginn fastur opnunartími er að safninu en sýningar eru auglýstar á heimasíðu Listasafnsins og Fjallabyggðar.

Gefendur safnsins Arngrímur Ingimundarson og Bergþóra Jóelsdóttir

Þann 16. júní 1980 færðu hjónin Arngrímur og Bergþóra Siglfirðingum höfðinglega gjöf, alls 124 listaverk eftir okkar þekktustu listamenn. Með gjöfinni vildu Arngrímur og Bergþóra sýna Siglfirðingum í verki þakklæti fyrir stuðning sem þeir veittu foreldrum Arngríms á erfiðleikatímum eftir þau brugðu búi í Fljótum vegna heilsubrests föður hans og fluttust til Siglufjarðar. Málverkasafn þeirra hjóna var talið vera eitt vandaðasta og fjölbreyttasta listaverkasafn í einkaeign hér á landi.

Arngrímur var fæddur að Höfn í Austur- Fljótum, 23. nóvember 1912, sonur hjónanna Ingimundar Sigurðssonar og Jóhönnu Arngrímsdóttur. Bergþóra var fædd í Reykjavík 29. október 1913, dóttir hjónanna Jóels Sumarliða Þorleifssonar og Sigríðar Kristjánsdóttur. Arngrímur og Bergþóra giftu sig 1904 og bjuggu í Reykjavík upp frá því. Þau hjónin keyptu verslunina Vörðuna árið 1958 sem var kunn fyrir sölu barnavagna. Bergþóra lést 25. mars 1995 og Arngrímur 16. apríl 2009.

Listaverkasafn Fjallabyggðar

list@fjallabyggd.is
http://listasafn.fjallabyggd.is/forsida/
Sími 464-9100


Alfreð Flóki hafði nokkra sérstöðu í íslenskri myndlist fyrir áhuga sinn á súrrealisma, þ.á.m. könnun undirvitundar og á bókmenntum sem fjalla um hyldýpi mannsálarinnar.
Verkin blýantsteikningarnar Juliette og Listamaður og fyrirsæta eru gjöf til safnsins frá Arngrími og Bergþóru 1980.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga