Greinasafni: Söfn
Listasafns Íslands
Saga og starfsemi Listasafns Íslands
Sjá myndband hér
Listasafn Íslands var stofnað í október 1884 í Kaupmannahöfn af Birni Bjarnarsyni, síðar sýslumanni. Stofn safnsins voru gjafir listamanna, einkum danskra.

Listasafnið var sjálfstæð stofnun frá 1884 til 1916 er Alþingi ákvað að gera það að deild í Þjóðminjasafni Íslands. Með lögum um Menntamálaráð 1928 var safnið síðan sett beint undir stjórn ráðsins.
 
Verk safnsins voru til sýnis í Alþingishúsinu frá 1885 til 1950 þegar það fluttist í safnahúsið við Suðurgötu sem það deildi með Þjóðminjasafni Íslands. Listasafnið var formlega opnað þar 1951 og hlaut fullt sjálfstæði að lögum árið 1961.

Árið 1987 fluttist safnið að Fríkirkjuvegi 7. Aðalbyggingin var reist sem íshús árið 1916 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar en nýbyggingin er verk Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkisins.

Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka hér á landi og eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. Það hefur einnig að geyma vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn, s.s. Pablo Picasso, Edvard Munch, Karel Appel, Hans Hartung, Victor Vasarely, Richard Serra og Richard Tuttle.

Listasafn Íslands heldur að staðaldri fjölbreyttar sýningar sem endurspegla listaverkaeign þess. Auk þess efnir það árlega til víðtækra sérsýninga á verkum íslenskra sem erlendra listamanna. Í tengslum við þær eru gefin út ítarleg og vönduð rit.

Í safnbyggingunum að Fríkirkjuvegi 7 eru nokkrir sýningarsalir á þremur hæðum, safnbúð og kaffistofa.

Í skrifstofubyggingunni að Laufásvegi 12 er sérfræðibókasafn með heimilda- og ljósmyndasafni og forvörsludeild.

Listasafn Íslands
Fríkirkjuvegi 7
101 Reykjavík

Skrifstofur
Laufásvegi 12
101 Reykjavík
Opið virka daga kl. 8-16.
Skiptiborð opið kl. 10-12 og 13-15
Sími: 515 9600. Fax: 515 9601.

Bókasafn

Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.
Opið mán.-fös. kl. 9-12 og 13-15.
Sími 515 9603.

Forvarsla

Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.
Sími 515 9602.

Sýningarsalir og Safnbúð

UPPLIFÐU LISTINA AÐ VERSLA                                                            
Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. 
Megin áhersla Safnbúðarinnar er kynning og sala á útgáfum safnsins, listaverkakortum og plakötum. Þar er fáanlegt úrval íslenskra listmuna, meðal annars skartgripir, glervörur og keramik.

OPNUNARTÍMAR: 
Þriðjudaga - sunnudaga kl. 11-17, lokað mánudaga
Frekari upplýsingar í síma: 515 9610 og shop@listasafn.is


Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík

Sími í móttöku 515 9620
Sími í Safnbúð 515 9610
Sjá myndband hér

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga