Greinasafni: Söfn
Listasafn Ísland Sýningar framundan
SÝNINGAR 2011
Sjá myndband hér
ÞÁ OG NÚ 
22.9.-31.12.2011

Á haustdögum kemur út í fimm bindum Íslensk listasaga, frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Útgefendur eru Listasafn Íslands og Forlagið. Í tengslum við útgáfu verksins efnir Listasafn Íslands til sýningarinnar ÞÁ & NÚ, þar sem reynt verður að draga fram vendipunktana í framvindu íslenskrar listar frá ofanverðri 19. öld til okkar daga. Um leið koma í ljós vissir núningsfletir, sem fylgt hafa þróun íslenskrar nútímalistar frá upphafi vega og marka stóru stökkin í sókn hennar til aukins þroska og dýpri sjálfskilnings, en slíkt er um leið forsenda aukinnar menningar og þróttmeiri samfélagsvitundar.

STAFRÆN ENDURGERÐ Á SAMTÍMALIST

11.10.-31.12.2011
Gestum safnsins gefst kostur á að fylgjast með ljósmyndun valinna verka úr safneign í tengslum við umfangsmikið evrópskt samstarfsverkefni 25 menningarstofnana í tólf Evrópulöndum sem snýst um stafræna endurgerð á samtímalist. Markmiðið er að tryggja varðveislu samtímalistar og heimilda um hana og að auka aðgengi almennings að upplýsingum um samtímalist gegnum vefgáttina Europeana http://www.europeana.eu/portal/. Þegar verkefninu lýkur um mitt ár 2013 veitir Europeana aðgang að myndum af tæplega 27 þúsund verkum, auk stafrænna upplýsinga um þau.

Listasafn Íslands

Fríkirkjuvegi 7
101 Reykjavík

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga