Trúir þú á töfra?
Vigdís Grímsdóttir sýnir í kaffihúsi Gerðubergs
12. október - 20 nóvember
Í nóvember verður í Gerðubergi ritþing þar sem fjallað verður um líf og feril Vigdísar Grímsdóttur. Um svipað leyti kemur út ný skáldsaga Vigdísar sem heitir Trúir þú á töfra? Aðalpersóna sögunnar er stelpa sem málar rauða ketti og hér sýnir Vigdís myndir sem hún sjálf málaði samhliða skrifunum.

Gefum Vigdísi orðið:
„Hún fjallar í ósköp stuttu máli um stelpu sem fær leyfi þeirra sem öllu ráða til að mála rauða ketti á múrinn umhverfis þorpið sitt - og - til að taka nú eins virkan þátt í efni sögunnar og ég mögulega gat þá málaði ég myndirnar með henni. Það gerði ég líka í þakklætisskyni fyrir söguna sem hún, í allri einlægni sinni ,sagði mér um líf sitt og fólksins síns í litla þorpinu sem liggur í djúpum dali milli hárra fjalla; þaðan sem liggur enginn vegur.“

Menningarmiðstöðin Gerðuberg
Gerðuberg 3-5
111 Reykjavík
Sími 575 7700

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga