Yfirsýn – Sigurgeir Sigurjónsson
Yfirsýn – Sigurgeir Sigurjónsson  
29. september - 23. október 2011  Sverrissal


Í tilefni af útgáfu ljósmyndabókarinnar Yfirsýn þar sem óbyggðum Íslands eru gerð stórbrotin skil í myndum teknum úr lofti verður opnuð sýning á ljósmyndaverkum Sigurgeirs í Sverrissal. Sjónarhorn fuglsins fljúgandi gefur nýja og óvænta sýn á náttúruna og í ljós koma ótrúlegustu form og litir – alls kyns kynjamyndir í jöklum, ám og vötnum, fjöllum, auðnum og fjörum. Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari hefur sent frá sér fjölda ljósmyndabóka, þar á meðal einhverjar allra vinsælustu bækur sem gefnar hafa verið út með ljósmyndum úr íslenskri náttúru.
 
Sigurgeir Sigurjónsson er fæddur í Reykjavík árið 1948. Hann lærði ljósmyndun árin 1965-1969 og var síðan við framhaldsnám í ljósmyndaskóla Christer Strömholm í Stokkhólmi 1970-1971 og í San Diego, Kaliforníu, 1980-1981. Verk hans hafa birst í fjölda bóka. Sú fyrsta, Svip-myndir, kom út árið 1982 og 1992 kom út fyrsta bók hans með landslagsmyndum, Íslandslag. Í kjölfar hennar komu út nokkrar vinsælustu ljósmyndabækur um Ísland og Íslendinga sem gefnar hafa verið út: Ísland - landið hlýja í norðri árið 1994, Amazing Iceland 1998 og Where nature shines 1999. Nú síðast árið 2010 kom út bókin Lost in Argentina og sama ár kom út bókin Poppkorn þar sem haldið er á vit minninganna með einstæðum ljósmyndum Sigurgeirs og minningabrotum Einars Kárasonar. Sigurgeir býr og starfar í Reykjavík. Sjá nánar á vefsíðu Forlagsins hér og vef Hafnarborgar hér.

 
Hafnarborg er opin alla daga frá kl. 12 – 17.
En á fimmtudögum er opið frá kl. 12 -21 á kvöldin.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga