Olga Bergmann og Ólöf Nordal í listamannaspjalli í Hafnarborg
Næstkomandi sunnudag 2.  október kl. 15 munu listamennirnir Olga Bergmann og Ólöf Nordal ræða við gesti um verk sín og þáttöku í sýningunni Í bili. Sýningin er afrakstur tilraunakennds samvinnuferlis þar sem sýnendahópurinn hittist reglulega ásamt gestafyrirlesurum úr háskólasamfélaginu.
Sýningin Í bili vísar til hins sögulega fyrirbæris furðustofu eða Wunderkammer sem talið er marka upphaf safna nútímans.                                                         
                                                     
Olga Bergmann lauk námi við Myndlista- og handíðaskólann árið 1991 og MFA frá CCA í Oakland Kaliforníu árið 1995. Mörg verka hennar fjalla um náttúruvísindi, genaverkfræði og möguleika raunvísindanna auk þess sem hún veltir upp spurningum um hlutverk safna sem þekkingarskapandi vettvangs.
Ólöf Nordal stundaði einnig nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk mastersprófi frá Cranbrook Academy of Art, Michigan og MFA frá höggmyndadeild Yale Háskólans í Bandaríkjunum. Ólöf leitast við í verkum sínum að kanna og rannsaka byggingarefni goðsagna, hún leitar uppi það sem fellur utan hins hefðbundna og verður þannig uppspretta safna og trúar. Verk Ólafar varpa iðulega ljósi á málefni líðandi stundar um leið og þau vísa bæði fram og aftur í tíma. 
Bæði Ólöf og Olga eiga að baki fjölda einka- og samsýninga sem hafa verið settar upp bæði hér á Íslandi og erlendis. Auk þess eru verk þeirra beggja í eigu opinberra safna og einkaeigu.
 
Markmið sýningarinnar er að skapa vettvang fyrir gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun og hlutverk listasafna í því samhengi. Sýningarstjórinn og listamennirnir hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um inntak og áhugaverða nýtingu safnrýmisins, en auk þess vinna flestir listamennirnir ný verk fyrir sýninguna. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Daníel Björnsson, Gretar Reynisson, Haraldur Jónsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Hugsteypan (Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir & Þórdís Jóhannesdóttir), Ingirafn Steinarsson, Jeannette Castioni, Magnús Árnason, Olga Bergmann, Ólöf Nordal og Skyr Lee Bob (Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson & Lieven Dousselaere). Í tengslum við sýninguna er fjölbreytt dagskrá þar að auki sem efnt verður til málþings laugardaginn 15. október með þátttöku sýningastjórans Sarath Maharaj, sem jafnframt er prófessor við Háskólann í Gautaborg.  Meira um sýninguna á heimasíðu Hafnarborgar.
 
Ókeypis aðgangur.
Nánar um dagskrá á heimasíðu safnsins
www.hafnarborg.is
 

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga