Indriðaverðlaunin og afmælissýning Fatahönnunarfélag Íslands
Sjá myndband hér á íslensku
Sjá myndband hér á ensku
Fatahönnunarfélag Íslands í samstarfi við Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn opnar afmælissýningu félagsins, Áratugur af tísku laugardaginn nk. 8. október kl.17. Hafsteinn Karlsson formaður Menningar-og þróunarráðs Kópavogs opnar sýninguna. Fatahönnunarfélag Íslands var stofnað þann 19. september 2001 og fagnar því 10 ára afmæli á þessum fallegu haustdögum. Þetta eru merkileg tímamót hjá þessu unga félagi enda hefur vöxtur fatahönnunar hérlendis verið með eindæmum á þessum fyrsta áratug nýrrar aldar.

Linda Björg Árnadóttir fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands mun flytja ávarp og afhenda Indriðaverðlaunin, sem nú eru veitt í fyrsta sinn fyrir árin 2009-2011. Framvegis verða verðlaunin veitt annað hvert ár þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson. Sem var þekktur fyrir gæði og fagmennsku í starfi.

Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarmaður. Sýn hennar einkennist af skemmtilegri, sjónrænni og einfaldri frásögn þar sem fatnaður og fylgihlutir fá að njóta sín. Þátttakendur í sýningunni eru ÁRÓRA, Ásta Creative Clothes, Farmers Market, Birna, LÚKA Art & Design, Skaparinn, Shadow Creatures, ELM, Kurlproject, Eva María Árnadóttir, EYGLO, Go with Jan, MUNDI, Gust, Guðmundur Jörundsson, Andersen & Lauth, Hanna Felting, Ziska, Ígló, KronKron, IBA-The Indian in Me, Jbj design, KALDA, REY, Forynja, Lykkjufall, Sonja Bent, Path of Love, Sunbird, Thelma, Spaksmannsspjarir, Eight of Hearts, Vera, Sruli Recht, Nikita, 8045, Scintilla og Helicopter. Einnig verða nokkrir persónulegir munir og fatnaður frá Indriða til sýnis.

Viðburðir verða allar helgar meðan á sýningunni stendur. Boðið verður upp á leiðsögn, sýningastjóraspjall og fyrirlestra. Einnig verður í boði stefnumót við hönnuði, þar sem almenningi gefst kostur á að hitta hönnuðinn, spjalla og fá innsýn í hans/hennar heim og fræðast um fatnaðinn. Nánari upplýsingar er að finna á www.gerdarsafn.is og www.fatahonnunarfelag.is.

Nánari upplýsingar veita Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýningastjóri, jonahlif@gmail.com, í síma 663 0545 og Brynhildur Þórðardóttir formaður afmælisnefndar luka.artdesign@gmail.com, í síma 692 2959 og Guðrún Helga Halldórsdóttir upplýsingafulltrúi Gerðarsafns gudrunhelga@kopavogur.is, í síma 863 1187.
Jóna Hlíf og Brynhildur verða til viðtals í Gerðarsafni á fimmtudaginn kemur þann 6. október milli kl.14 og 16. Fjölmiðlar eru velkomnir og hvattir til að koma og taka myndir.

Sýningin stendur til 13. nóvember 2011.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga