Leiðsögn um sýninguna Hamskipti með Hildi Yeoman og Sögu Sigurðardóttur
Sunnudag 6. nóvember kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn með þeim Hildi Yeoman fatahönnuði og Sögu Sigurðardóttur tískuljósmyndara sem nýverið opnuðu sýninguna Hamskipti í Sverrissal í Hafnarborg.  En sýningin er samsýning sem byggir á hugmyndum þeirra úr tískuheiminum. Þær hafa báðar vakið verðskuldaða athygli fyrir verk sín og skapað sér nafn hvor á sýnu sviði bæði hér á Íslandi og erlendis.
Hildur Yeoman (f.1983) útskrifaðist með BA gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006 ásamt því að hafa verið í starfsnámi hjá Jonathan Saunders í London og Yazbukey í París 2004. Hildur hannaði fylgihlutalínu þar sem hún setur hefðbundið handverk í nýtt samhengi. Línan samanstendur af litríkum hálsmenum, höfuðskrauti og töskum sem taka á sig form púðluhunda og annarra dýra. Hún frumsýndi aðra fatalínu sína Cherry Bomb á Reykjavík Fashion Festival (RFF) 2011 og hlaut mikið lof fyrir. Undanfarin ár hefur Hildur skapað sér nafn sem tískuteiknari meðfram hönnun sinni og hefur teiknað fyrir ýmsa hönnuði hér heima og erlendis.
Saga Sigurðardóttir (f.1986) býr og starfar í London þar sem hún lauk nýverið BA prófi í tískuljósmyndun í London College of Fashion. Samhliða náminu hefur hún hefur unnið fjölbreytt verkefni og skapað sér sérstöðu í faginu. Hún hefur unnið með fjölda ólíkra hönnuða á stuttum ferli og ljósmyndir eftir hana hafa birst í stórum tískutímaritum á borð við Dazed and Confused, Dazed Digital og Topshop 214. Ljósmyndir Sögu einkennast af persónulegum stíl með mikilli frásagnargleði þar sem birtist forvitnilegt fólk umvafið litríkri hönnun. 
Skærir litir, rómantík og nostalgia einkenna verk þeirra þar sem íslensk náttúra og handverkshefð mæta tíðaranda tískunnar og áhrifa gætir frá ýmsum áttum eins og kvikmyndum, klassískum málverkum og tónlist svo eitthvað sé nefnt.  Á þessari sýningu taka þær samstarfið skrefi lengra þar sem birtingarmynd ýmissa kraftmikilla kvenpersóna eru gerð skil í lifandi innsetningu. Nánar um sýninguna hér.
 
Sýningin stendur til 30. Desember 2011. Hafnarborg er opin alla daga frá kl. 12-17 nema þriðjudaga, þá er lokið og á fimmtudögum er opið frá kl. 12-21. 
Upplýsingar í síma 585 5790 og á hafnarborg.is


Hamskipti - Hildur Yeoman og Saga Sigurðardóttir

Mörkin milli listgreina geta verið óljós. Hönnuðir, arkitektar, ljósmyndarar og listamenn vinna oft á þessum mörkum og nýta eiginleika ólíkra greina sem þó byggja allar að miklu leyti á sjónrænni upplifun.

Á sýningunni Hamskipti er varpað ljósi á samvinnu þeirra Hildar Yeoman fatahönnuðar og tískuteiknara og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara sem eiga að baki ólíkan feril úr tískuheiminu. Þær hafa báðar vakið verðskuldaða athygli fyrir verk sín og skapað sér nafn hvor á sýnu sviði bæði hér á Íslandi og erlendis.

Sýning þeirra í Sverrissal sameinar litríka og djarfa hönnun Hildar og ævintýralegar ljósmyndir Sögu í tjáningarríkri og lifandi innsetningu. Þær byggja upp stemningu með áferð, litum og hljóði svo úr verður sterk sjónræn upplifun sem kallast á við tíðarandann. Grunnstef sýningarinnar tilheyrir heiminum undir yfirborði sjávar þar sem takturinn er mjúkur og líðandi, en jafnframt kaldur og dimmur. Þar er að finna ævintýralegan heim gyðja og goðsagna sem búa á mörkum hins raunverulega og óraunverulega. Efniviður og litanotkun endurspegla heim undirdjúpsins. Áhorfandinn stendur frammi fyrir veröld sem er í mótun og í miðjum straumi tískunnar á augnablikinu þegar eitthvað nýtt verður til. 

Hildur og Saga hafa áður unnið saman að sýningunni Álagafjötrar í Gallery Kling & Bang 2010. Skærir litir, rómantík og nostalgia einkenna verk þeirra þar sem íslensk náttúra og handverkshefð mæta tíðaranda tískunnar og áhrifa gætir frá ýmsum áttum eins og kvikmyndum, klassískum málverkum og tónlist svo eitthvað sé nefnt. Á þessari sýningu taka þær samstarfið skrefi lengra þar sem birtingarmynd ýmissa kraftmikilla kvenpersóna eru gerð skil í lifandi innsetningu.

Hildur Yeoman útskrifaðist með BA gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006 ásamt því að hafa verið í starfsnámi hjá Jonathan Saunders í London og Yazbukey í París 2004. Hildur hannaði fylgihlutalínu þar sem hún setur hefðbundið handverk í nýtt samhengi. Línan samanstendur af litríkum hálsmenum, höfuðskrauti og töskum sem taka á sig form púðluhunda og annarra dýra. Hún frumsýndi aðra fatalínu sína Cherry Bomb á Reykjavík Fashion Festival (RFF) 2011 og hlaut mikið lof fyrir. Undanfarin ár hefur Hildur skapað sér nafn sem tískuteiknari meðfram hönnun sinni og hefur teiknað fyrir ýmsa hönnuði hér heima og erlendis.

Saga Sigurðardóttir býr og starfar í London þar sem hún lauk nýverið BA prófi í tískuljósmyndun í London College of Fashion. Samhliða náminu hefur hún hefur unnið fjölbreytt verkefni og skapað sér sérstöðu í faginu. Hún hefur unnið með fjölda ólíkra hönnuða á stuttum ferli og ljósmyndir eftir hana hafa birst í stórum tískutímaritum á borð við Dazed and Confused, Dazed Digital og Topshop 214. Ljósmyndir Sögu einkennast af persónulegum stíl með mikilli frásagnargleði þar sem birtist forvitnilegt fólk umvafið litríkri hönnun.

Sýningin sem nú er í Hafnarborg var hluti af Nordic Fashion Biennale sem var haldin í Seattle í Bandaríkjunum nú í september. Tónverkið á sýningunni er eftir Þórð Sigurðsson og sýningarstjóri er Klara Þórhallsdóttir.

Hafnarborg
Menningar- og listamiðstöð
Hafnarfjarðar
Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður

Opið alla daga kl. 12–17  og fimmtudaga til kl. 21.
Lokað á þriðjudögum.

www.hafnarborg.is
hafnarborg@hafnarfjordur.is
585 5790

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga