HANDVERK OG HÖNNUN - Sýning í Ráðhúsinu 3. - 7. nóv.
Sýning í Ráðhúsinu 3. - 7. nóv.
Á morgun kl. 15 opnar  - stóra sýningu á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.
   
Þetta er í sjötta sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir þessum viðburði. Það er óhætt að segja að sýningunni hafi verið vel tekið undanfarin ár og hefur aðsóknin verið mjög mikil.  Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun.  Það eru listamennirnir sjálfir kynna vörur sínar. Gróskan og fjölbreytnin hefur aldrei verið meiri en að þessu sinni og  63 aðilar sýna verk sín.
 
Á fyrsta degi sýningarinnar, þann 3. nóv. verða Skúlaverðlaunin 2011 veitt í fjórða sinn en þau verðlaun eru veitt í samkeppni meðal þátttakenda um besta nýja hlutinn. Verðlaunin eru styrkt af Samtökum Iðnaðarins.
 
Hér er að skoða kynningu á öllum sem taka þátt í sýningunni þetta árið.
 
Styrktaraðilar sýningarinnar í ár eru: Kraum, Valitor og Reykjavíkurborg.
Sjá heimasíðu Handverks og Hönnun hér
 
Opnunartími sýningarinnar er:
 
Fimmtudag 3. nóv. kl. 15 – 19
Föstudag 4. nóv. kl. 10 – 19
Laugardag 5. nóv. kl. 10 – 18  
Sunnudag  6. nóv. kl. 10 – 18
Mánudag  7. nóv. Kl. 10 - 19

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga