Pétur B. Lúthersson opnar sýningu
Sýning á nýrri hönnun Péturs B. Lútherssonar opnar í Kraum fimmtudaginn 3. nóvember kl. 17.
Pétur B. Lúthersson er húsgagnahönnuður og innanhúss-arkitekt. Hann hefur árum saman fengist við hönnun nytjahluta, aðallega húsgagna og lampa.
 
Margir hönnunargripir hans eru vel þekktir og eru í notkun um allt land og víða erlendis. Þekktastur er sennilega STACCO stóllinn sem hefur verið á markaði í yfir 30 ár og hefur verið seldur í yfir 200.000 eintökum. STACCO var framleiddur á framleiðsluleyfi hjá LABOFA A/S í Danmörku um 10 ára skeið. Margir þekkja TABELLA stofnana og skrifstofuhúsgögnin sem enn eru víða í notkun og voru framleidd af Gamla Kompaníinu. Þekktir eru líka sófarnir TILDRA sem framleiddir eru í Slóvakíu og eru einkar vinsælir hér á landi.
Pétur hefur starfað fyrir mörg erlend fyrirtæki og hefur hönnun hans farið víða í Evrópu og Bandaríkjunum og hefur hann hlotið margar hönnunarviðurkenningar fyrir hönnun sína.
 
Sýningin stendur til 14. nóvember.
Sjá einnig:
www.pbldesign.com og  www.kraum.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga