UM HANDVERK OG HÖNNUN
Sjálfseignarstofnunin HANDVERK OG HÖNNUN var stofnuð í janúar 2007. Hún tók við af verkefninu HANDVERK OG HÖNNUN sem stofnað var 1994. Sjálfseignarstofnunin er rekin með stuðningi Menntamálaráðuneytisins.
 
Meginmarkmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR er að stuðla að eflingu handverks, listiðnaðar og hönnunar, og að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi.
 
Skrifstofa HANDVERKS OG HÖNNUNAR er opin alla virka daga kl. 9.00 - 16.00


skrifstofa HANDVERKS OG HÖNNUNAR er staðsett á efri hæðinni í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10

Eftirfarandi markmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR voru samþykkt á stofnfundi þann 18. janúar 2007

Að stuðla að eflingu handverks, hönnunar  og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði   
 
Að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi.   
 
Að koma til móts við þarfir þessara greina fyrir þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar.
    
Að halda áfram uppbyggingu gagnagrunns á þessu sviði.
    
Að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem starfa að handverki, hönnun og listiðnaði.
 

HANDVERK OG HÖNNUN

Aðalstræti 10
101 Reykjavík
s. 551 7595
www.handverkoghonnun.is

Póstfang:
HANDVERK OG HÖNNUN
pósthólf 1556
121 Reykjavík

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga