Listamannsspjall Guðjón Ketilsson Fimmtudagskvöldið 24 nóvember kl. 20


Næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20 mun Guðjón Ketilsson listamaður ræða við gesti Hafnarborgar um verk sín á sýningunni Samræmi sem nú stendur yfir. Sýningin dregur fram einstaka næmni og rýmishugsun tveggja listamanna þeirra Guðjóns og Hildar Bjarnadóttur. Hildur vinnur út frá handverkshefð kvenna en efniskennd og nálgun Guðjóns tengjast timbri og öllu karlmannlegri vinnuaðferðum um leið og þau fást bæði við hefðbundin listræn viðfangsefni.
 
Guðjón Ketilsson (f. 1956) finnur hugmyndum sínum efnislegt form í skúlptúrum og teikningum. Hann gefur hversdagslegum hlutum nýtt gildi í samhengi listarinnar um leið og hann fæst við hefðbundin viðfangsefni á fagurfræðilegum forsendum. Sýn hans og næmi fyrir fegurðinni sem fólgin er í ómerkilegum spýtukubb nær tökum á áhorfandanum og dregur hann inn í myndheim Guðjóns. Guðjón útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978 og fór þá til framhaldsnáms við Nova Scotia College of Art and Design í Kanada þaðan sem hann lauk námi 1980. Hann hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga, heima og erlendis. Verk eftir Guðjón eru í eigu allra helstu safna landsins og víða í opinberum söfnum og einkasöfnum erlendis.
 
„Óhætt er að mæla með sýningu þeirra Hildar Bjarnadóttur og Guðjóns Ketilssonar. Persónuleg list beggja tengir aldagamlar hefðir og efnivið samtímalistum á frumlegan hátt. Einstaklega falleg og aðgengileg sýning þar sem form, litir, hefðir og saga fá að njóta sín.“
 
Brot úr umfjöllun Rögnu Sigurðardóttur í Fréttablaðinu 11.nóv. um sýninguna Samræmi.

Sýningunni er fylgt úr hlaði með bók þar sem finna má ljósmyndir og texta um verkin. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir forstöðumaður Hafnarborgar. Engin aðgangseyrir og nánari upplýsingar um sýninguna hér.


Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga