Jólalögin hér og þar hádegistónleikar í Hafnarborg
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzosópran Antonía Hevesi píanó
þriðjudaginn 6. desember 2011 kl. 12:00
Það er engin önnur en Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir ein af okkar allra fremstu söngkonum sem syngur jólalög frá Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Íslandi ásamt 2 aríum úr óperunni Carmen á desember hádegistónleikum Hafnarborgar.
 
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir hefur komið fram sem einsöngvari á fjölmörgum stöðum á Íslandi og í Evrópu, Argentínu og Rússlandi. Hún hefur unnið til ýmissa verðlaun fyrir söng sinn og fengið fjölda viðurkenninga s.s. ljóðasöngsverðlaunin í hinni Alþjóðlegu söngkeppni Zamoraborgar á Spáni og verðlaun sem besti flytjandi tónlistar eftir Joaquín Rodrigo í Joaquín Rodrigo keppninni í Madríd. Söngur Guðrúnar hefur verið hljóðritaður á vegum Ríkisútvarpsins, Sjónvarpsins, BBC Radio 3, Spænska ríkisútvarpsins og ríkissjónvarpsins. Geisladiskar með söng Guðrúnar hafa verið gefnir úr og var geisladiskurinn John Tavener: Iepo Oneipo (Heilagur Draumur) tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010 og valinn Editor‘s Choice í Grammophone Magazine. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri. Hún hlaut Starfslaun listamanna í eitt ár 2011.
 
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir stundaði söngnám hjá Rut Magnússon í Tónlistarskóla Reykjavíkur og hjá prófessor Lauru Sarti í Guildhall School of Music and Drama í London, þar hlaut hún meistaragráðu í söng og lauk námi frá óperudeild skólans. Hún hefur einnig sótt einkatíma hjá Aliciu Nafé í Madríd. 
Hún hefur sungið á Íslandi og víða í Evrópu, Argentínu og Rússlandi, í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música og Teatro Real í Madríd, Glinka sal Fílharmóníunnar í St. Pétursborg og Royal Festival Hall í London.
Hún hefur komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveitinni Ísafold, Caput, Bachsveitinni í Skálholti, Mótettukór Hallgrímskirkju, Kór og hljómsveit Langholtskirkju, Nordic Affect, Sonor Ensemble, Schola Camerata, Camerata del Prado, la Orquesta Sinfónica La Mancha, la Orquesta Sinfónica de Albacete, la Orquesta de la Comunidad de Madrid, St Petersburg State Symphony Orchestra og Philharmonia Orchestra í London.
Guðrún hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir söng sinn, þar á meðal The Miriam Licette Scholarship í Konunglega óperuhúsinu Covent Garden, The Schubert Lieder Prize í Guildhall, Madeline Finden Memorial Trust Award í Royal Academy of Music, The Kathleen Ferrier Song Prize í Wigmore Hall í London, þriðju verðlaun í Concorso Vocale Internazionale di Musica Sacra í Róm, ljóðasöngsverðlaunin í hinni Alþjóðlegu söngkeppni Zamoraborgar á Spáni og verðlaun sem Besti flytjandi tónlistar eftir Joaquín Rodrigo í Joaquín Rodrigo keppninni í Madríd. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri Hún hlaut Starfslaun listamanna í eitt ár 2011
 
Guðrún söng titilhlutverkið í óperunni Stígvélaða kettinum eftir Montsalvatge í uppfærslu Konunglega Óperuhússins Teatro Real í Madríd. Í Íslensku óperunni hefur hún sungið Prins Orlowsky í Leðurblökunni eftir J. Strauss og Tónskáldið í Ariadne auf Naxos eftir R. Strauss. Af öðrum óperuhlutverkum sem hún hefur sungið má nefna titilhlutverkið í Cenerentola og Rosinu í Il barbiere di Siviglia eftir Rossini, Dorabellu í Cosí fan tutte og Sesto í La Clemenza di Tito eftir Mozart, Romeo í I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini og titilhlutverkið í Carmen eftir Bizet.
 
12 tónar hafa gefið út tvo geisladiska með söng Guðrúnar. Grieg-Schumann, og Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög. Smekkleysa hefur gefið út fjóra geisladiska með Guðrúnu: Grannmetislög, eftir Hauk Tómasson, Barn er oss fætt eftir John Speight, sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns Ég lít í anda liðna tíð og John Tavener: Iepo Oneipo (Heilagur Draumur) þar sem hún syngur titilverkið við undirleik kammersveitar. Sá geisladiskur var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010 og valinn Editor‘s Choice í Grammophone Magazine. Guðrún söng einnig verkið Apocrypha eftir Huga Guðmundsson á vegum MusMap Records. 
 
Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 11:30.
Nánari upplýsingar veitir Antonia s. 528 5056 og 8642151

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga