Jól í Nýlistasafninu
Það verður mikið um að vera í Nýlistasafninu síðustu vikuna fyrir Jól. Í safninu stendur yfir síðasta sýning ársins, Litli Föstudagur,með verkum eftir Helga Þórsson. Laugardaginn 17. desember kl. 12.00 mun jafnframt opna líflegur jólabasar með verkum eftir fjölmarga listamenn, unninn í samvinnu við Helga.Þeir listamenn sem bjóða verk sín til sölu eru á öllum aldri og verður margt forvitnilegt í boði: teikningar, málverk, abstrakt strengjabrúður og saumaðar brúður, hljóðverk, þrívíð verk og bækur.

Meðal þeirra listamanna sem verða með verk til sölu eru Helgi Þórsson, Bjarni Þórarinsson, Guðlaug Mía, Páll Ívan frá Eiðum, Steinunn Harðardóttir, Guðmundur Thoroddsen, Kristín Ómarsdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Haraldur Jónsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Unnar Örn Auðarsson auk tvíeykisins Hugsteypunnar sem samanstendur af Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísi Jóhannesdóttur.
Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir listunnendur til að fjárfesta í myndlist beint frá listamönnum.
Búast má við uppákomum í safninu á tímabilinu. Allir velkomnir og heitt á könnunni.Vikan 17. -23. desember er síðasta vika sýningar Helga Þórssonar í Nýlistasafninu. Sýningin er haldin í tilefni af gjöf Helga til safnsins, en hann hefur gefið Nýlistasafninu titilverk sýningarinnar, Litli Föstudagur, ásamt tveimur höggmyndum af álfunum Baldwin og Ísak Baldvin.

Kæmpe Julebazar ásamt sýningu Helga Þórssonar lýkur á Þorláksmessu.

Nýlistasafnið
Skúlagata 28
101 Reykjavik
Opið þri-sun 12.00-17.00
www.nylo.is
nylo@nylo.is

Myndbönd

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga