Safn(arar) 24. júní - 16. ágúst 2009 í Hafnarborg
Sýningin Safn(arar) er haldin í tilefni þessa að 100 ár eru liðin frá fæðingu Sverris Magnússonar sem lagði grunninn að Hafnarborg með því að færa Hafnarfjarðarkaupstað húsið og listaverkasafn sitt að gjöf. Sýnd verða valin verk úr stofngjöfinni en þau sett í samhengi við samtímann með því að sýna jafnframt verk úr eigu samtímasafnara. Tækifærið verður notað til að velta upp spurningum um einkasöfn og safnara. Hvað er það sem rekur þá áfram og í hverju er gildi slíkra safna fólgið?

Listaverkasafnararnir sem eiga verk á sýningunni eru Gunnar Dungal og Þórdís Alda Sigurðardóttir, Bragi Guðlaugsson, Ingunn Wernersdóttir og Sverrir Kristinsson. Sýningin gefur mynd af ólíkum safneignum en beinir jafnframt sjónum að mikilvægu hlutverki listaverkasafnara í myndlistarheiminum.

Einkasöfnin sem skyggnst er inn í eru fjölbreytt og hafa safnararnir ólíkar áherslur. Verkin á sýningunni gefa aðeins örlitla innsýn í glæsileg söfn sem segja hluta íslenskar listasögu og bregða ljósi á þá ástríðu sem rekur eigendur þeirra áfram.
Á sýningunni eru verk eftir meira en fjörtíu íslenska listamenn frá frumkvöðlum á borð við Þórarinn B. Þorláksson til listamanna samtímans.

Upphaf Hafnarborgar:
Frumkvöðlar að stofnun Hafnarborgar var eins og áður sagði hjónin Sverrir Magnússon og Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Á 75 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðarbæjar afhentu þau Hafnarfjarðarbæ með gjafabréfi húseignina að Strandgötu 34 ásamt veglegu safni listaverka og bóka. Tillaga um byggingu húss er yrði vettvangur menningar - og listastarfsemi hafði komið fram á fundi bæjarstjórnar fyrr um vorið og með þessari höfðinglegu gjöf gengu þau Sverrir og Ingibjörg til samstarfs við bæjarfélagið um að gera þessa hugmynd að veruleika. Í gjafabréfinu er kveðið á um stofnun Hafnarborgar og um ýmsa þætti er varða hlutverk og rekstur. Þá er þar einnig fjallað um nauðsynlega stækkun á sýningarrými og bætta aðstöðu fyrir þá starfsemi sem húsinu er ætlað að rækja. Hafnarborg var formlega vígð árið 1988 og hafa sýningar síðan verið margar, fjölbreyttar og glæsilegar. Í stofngjöfinni voru meðal annars verk eftir ýmsa af helstu listamönnum þjóðarinnar jafnt þá eldri sem yngri og gefur safnið allgóða mynd af stefnum og straumum í íslenskri myndlist. Síðan þá hefur safnkosturinn stækkað allmjög.

Eftirfarandi listamenn eru með verk á sýningunni:
Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924)
Gísli Jónsson (1878-1944)
Jón Stefánsson (1881-1962)
Jóhannes S. Kjarval (1885-1972)
Eyjólfur Eyfells (1886-1979)
Kristín Jónsdóttir (1888-1956)
Júlíana Sveinsdóttir (1889-1966)
Ásgrímur Jónsson (1899-1987)
Ásgeir Bjarnþórsson (1899-1987)
Þorvaldur Skúlason (1906-1984)
Jóhann Briem (1907-1991)
Jón Engilberts (1908-1947)
Sverrir Magnússon (1909-1990)
Ágúst Petersen (1909-1990)
Nína Tryggvadóttir (1913-1968)
Guðmunda Andrésdóttir (1922-2002)
Karl Kvaran (1924-1989)
Sveinn Björnsson (1925-1997)
Sverrir Haraldsson (1930-1985)
Hörður Ágústsson (1932-2005)
Hringur Jóhannesson (1932-1996)
Kristján Davíðsson (1917)
Hreinn Friðfinnsson (1943)
Helgi Þorgils Friðjónsson (1953)
Þór Vigfússon (1954)
Birgir Andrésson (1955-2007)
Guðjón Ketilsson (1956)
Eggert Pétursson (1956)
Guðrún Einarsdóttir (1957)
Kristinn E. Hrafnsson (1960)
Georg Guðni Hauksson (1961)
Sigurður Árni Sigurðsson (1963)
Harpa Árnadóttir (1965)
Þorri Hringsson (1966)
Olga Bergmann (1967)
Katrín Sigurðardóttir (1967)
Hildur Bjarnadóttir (1969)
Erling Klingenberg (1970)
Egill Sæbjörnsson ( 1973
Gjörningaklúbburinn

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga