Fjallaskálar á Íslandi
Í þessari bók er í máli og myndum lýst hartnær 400 skálum, gömlum og nýjum, sem reistir hafa verið víðs vegar á Íslandi. Bókin hefur að geyma ómældan fróðleik um skálana, sögu þeirra og búnað, auk þess sem getið  er eigenda og umsjónarmanna. Ljósmynd er af öllum skálunum og staðsetning þeirra mörkuð með GPS-punkti og á landakorti. Greinargóðar leiðarlýsingar eru að skálunum og víða er sagt frá náttúruperlum í nágrenni þeirra. Í sér kafla aftast í bókinni er fjallað um ýmsa gamla og sögulega fjallaskála sem sumir hverjir þjóna enn ferðamönnum í óbyggðunum. Hér er á ferðinni einkar gagnlegahandbók fyrir alla þá sem ferðast um fjöll og firnindi,  jafnt göngugörpum sem hestamönnum og ökuþórum. 

Jón G. Snæland og Þóra Sigurbjörnsdóttir.

380 bls. | 210 x 130 mm | 2010 | ISBN 978-9979-655-67-1

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga