Fyrirgefning - Lilja Sigurðardóttir

Magni er fenginn til þess að skrifa viðtalsbók við fólk sem lifað hefur af ofbeldi eða hörmungar af annarra völdum, en sjálfur slapp hann við illan leik undan skelfilegum ódæðismanni. Hann sökkvir sér niður í viðfangsefnið og fyrr en varir er hann flæktur í rannsókn á dularfullum dauðsföllum sem honum finnst smám saman sem tengist á óvæntan hátt.

Lilja Sigurðardóttir kvaddi sér hljóðs með glæpasögunni Spor árið 2009 og hlaut lofsamlega dóma fyrir. Spor þótti „vel byggð og metnaðarfull“ (Morgunblaðið) – „spennandi saga sem gengur upp“ (Fréttablaðið). Útgáfurétturinn hefur verið seldur til þýska risaforlagsins Rowohlt.

Lilja Sigurðardóttir hefur sannarlega komið með nýtt blóð í konungsfjölskyldu íslenskra glæpasagnahöfunda og þar hefur hún – og ekki að ástæðulausu – hlotið sæmdarheitið Lafði Lilja.

978-9935-423-12-2

Bókamessan í Frankfurt: Þýskur bókarisi gefur út Spor Lilju Sigurðardóttur þar í landi

Frá bókaforlaginu Bjartur

Þýski útgáfurisinn Rowohlt ætlar að gefa út fyrstu spennusögu Lilju Sigurðardóttur þar í landi á næsta ári. Þetta var tilkynnt á árlegri bókamessu í Frankfurt síðdegis í dag. Sagan Spor kom út hjá Bjarti síðasta haust, og hlaut glimrandi  viðtökur.

Þetta kemur fram á Menningarpressunni í dag, en Lilja og Bjartur kynntust þegar hann  var orðinn þreyttur á að bíða eftir  nýrri spennusögu eftir einn frægasta höfund í heimi, Dan Brown, og hóf  leitina að hinum íslenska Dan Brown.  Bjartur fann Lilju sem sent hafði  inn  handrit, með nafni höfundar í lokuðu umslagi. Það skipti engum togum að  Bjartur féll fyrir  skemmtilegu plottinu og leikandi stílnum þessa rithöfundar.

Ný bók úr smiðju  Lilju er væntanleg í haust og ber hún  titilinn Fyrirgefning.  Þar er aftur á ferð ástarsöguþýðandinn Magni, sem er fenginn til þess  að skrifa viðtalsbók við fólk sem lifað hefur af ofbeldi eða hörmungar  af annarra völdum - en í gegnum kynni sín við viðmælendur flækist hann  í rannsókn á dularfullum dauðsföllum.  Menningarpressan verður með nánari frettir af þeirri útgáfu síðar og fylgist áfram með bókamessunni í Frankfurt. 

Þess má að lokum geta að Rowholt er útgefandi virtra spennusagnahöfunda, einsog  klassíkeraranna Sjöwall og Wahlö og hinnar vinsælu Lísu Marklund svoeitthvað sé nefnt.  Greinilegt að  Lilja verður  í góðum höndum í Þýskalandi .  www.pressan.is  07.10.10


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga