Snjóblinda. Eftir Ragnar Jónasson
 
 
Snjóblinda Ragnars Jónassonar.
Sagan hefst á því að ung kona liggur blóðug og hálfnakin í snjónum á Siglufirði, nær dauða en lífi. Aldraður rithöfundur deyr á grunsamlegan hátt og Ari Þór Arason, nýútskrifaður lögreglumaður, reynir að komast að því hvað er satt og hvað er logið í samfélagi þar sem engum virðist hægt að treysta. Einangrunin, myrkrið og snjórinn þrengja að honum, óttinn nær tökum á bæjarbúum og gleymdir glæpir fortíðar koma upp á yfirborðið. 

Höfundurinn, Ragnar Jónasson, á ættir að rekja til Siglufjarðar, þar sem afi hans og amma bjuggu, Þ. Ragnar Jónasson bæjargjaldkeri og Guðrún Reykdal.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga