Draumaráðningabókin. Efir Símon Jón Jóhannsson

 Hvað merkja draumar þínir?

Veröld hefur gefið út Nýju draumaráðningabókina eftir Símon Jón Jóhannsson. Í Nýju draumaráðningabókinni er að finna greinargóðar skýringar á um tvö þúsund draumtáknum sem raðað er upp í mismunandi efnisflokka.

Fjallað er um draumtákn úr ýmsum áttum, m.a. tengd húsum og híbýlum, líkamanum, hlutum í daglegu lífi, mat og drykk, mannanöfnum og kynlífi svo eitthvað sé nefnt. Þá er gerð grein fyrir ýmsum nútíma draumtáknum, meðal annars varðandi tölvur og tækni. Í inngangi hvers kafla er að finna leiðbeiningar um það hvernig lesandinn getur sjálfur lært að skilja mismunandi boð sem draumarnir færa honum. 

Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur hefur áður ritað ýmsar bækur um drauma og draumaráðningar. 

Nýja draumaráðningabókin er aðgengilegt uppflettirit, nútímaleg fróðleiksnáma fyrir unga sem aldna – nauðsynleg bók á hverju heimili!


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga