Veiðimenn norðursins. Efir Ragnar Axelsson og Mark Nuttall

Ragnar Axelsson
Texti eftir Mark Nuttall
Norðurheimskautið hlýnar hraðar en nokkuð annað svæði jarðar. Þessar hröðu loftslagsbreytingar valda gríðarlegum breytingum á vistfræði svæðisins og um leið á samfélag Inúíta sem reiða sig á norðurheimskauts ísinn þeim til lífsbjargar og er hann stór hluti af þeirra menningu. Inúítar eru fyrsta þjóð jarðar sem tekst á við stórkostlegar umhverfisbreytingar sem fyrirséðar eru á þessari öld. Fréttir af bráðnun íss á norðurslóðum eru oft svo fjarlægar að erfitt er að sjá fyrir sér að slíkir atburðir hafi áhrif á samfélög manna. Inúítar hafa hins vegar sögu að segja sem gæti brátt orðið örlög alls mannkyns. Því má segja að Inúítar séu mannlegt andlit loftslagsbreytinga.

Ragnar Axelsson ljósmyndari , RAX , hefur undanfarin 30 ár fylgst með og skráð breytingar á lífsháttum á Norðurheimsskautssvæðinu. Stórfenglegar ljósmyndir hans frá Kanada, Alaska og Grænlandi bera vitni menningu, náttúrulífi og umhverfi sem mun sannarlega breytast í mjög náinni framtíð þannig að eftir stendur óþekkjanlegt svæði frá því sem áður var .

Mark Nuttall er prófessor í mannfræði við University of Alberta í Kanada. Eftir hann liggur fjöldi fræðigreina og skrifa um Norðurheimskautið. Vinna hans á Norðurheimskautinu, við Norður-Atlantshaf og vestur- og norðurhluta Kanada snýst að mestu um umhverfisbreytingar, áhrif loftslagsbreytinga á innfædda og lífsviðurværi þeirra og mannlegar víddir sjálfbærni- og umhverfismála. Hann hefur búið og starfað á Grænlandi, Alaska, Kanada, Skotlandi og Finnlandi.

290×315 mm
256 blaðsíður
200 ljósmyndir í lit og svart/hvítu

Sjá myndband


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga