Íslenska undrabarnið

..Þórunn Ashkenazy hefur átt afar óvenjulegt lífshlaup. Hún var sannkallað undrabarn. Hún var aðeins þriggja ára þegar hún lék fyrst opinberlega á píanó. Í bókinni segir Þórunn hispurslaust frá ævi sinni, erfiðum uppvexti og þeirri tónlistarástríðu sem sameinar hana og eiginmann hennar Vladímír Ashkenazy. Elín Albertsdóttir skráir stórmerkilega ævisögu Þórunnar af nærfærni og glöggskyggni hins þjálfaða blaðamanns, en ekkert er dregið undan. Þetta er saga einstakrar konu sem á erindi við alla.

Elín Albertsdóttir blaðakona hefur um áratugaskeið starfað á íslenskum fjölmiðlum, lengst af á DV og sem ritstjóri Vikunnar. Íslenska undrabarnið er fyrsta ævisagan sem Elín skráir. 

Óvenjuleg lífssaga íslensks undrabarns
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is
Saga Þórunnar sem undrabarns á Íslandi má ekki gleymast, segir Elín Albertsdóttir blaðamaður sem er höfundur ævisögu Þórunnar Jóhannsdóttur Ashkenazy sem kemur út fyrir þessi jól hjá Bókafélaginu.

Bókin ber titilinn Íslenska undrabarnið – saga Þórunnar Ashkenazy. „Í bókinni kemur fram margt óvænt varðandi barnæsku Þórunnar og án þess að ég vilji upplýsa það núna held ég að fólk skilji betur þegar það er búið að lesa bókina af hverju hún lagði píanóleik á hilluna,“ segir Elín. „Þórunn átti mjög óvenjulega æsku, svo vægt sé til orða tekið, og líf hennar hefur verið viðburðaríkt alla tíð, eins og rakið er í bókinni, en flestir Íslendingar, sem komnir eru á miðjan aldur, muna eftir fjölmiðlafárinu þegar Þórunn og eiginmaður hennar, Vladimir Ashkenazy, ákváðu að yfirgefa Sovétríkin árið 1963.“

Þórunn fagnaði sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári. Elín segist allt frá barnsaldri hafa haft mikinn áhuga á lífi hennar. „Tveggja ára gömul var Þórunn byrjuð að spila á píanó og þriggja ára var hún farin að spila opinberlega. Í bókinni er sögð óvenjuleg lífssaga Þórunnar, hvort sem er sem undrabarns í píanóleik eða sem eiginkonu og hægri handar eins mesta píanósnillings veraldar.“

Bókafélagið Grófinni 1, 101 Reykjavík
Jónas Sigurgeirsson, s. 615-1122,
 jonas@bokafelagid.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga