Hringnum lokað eftir Michael Ridpath

Alþjóðleg spennusaga sem gerist á Íslandi! Michael Ridpath beinir sjónum sínum að íslenskum menningararfi
Veröld hefur gefið út glæpasöguna Hringnum lokað eftir Michael Ridpath þar sem "Íslandi eftir hrunið lýst með glöggu gestsauga," eins og Ármann Jakobsson, dóstent í íslensku segir. Prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands telur sig hafa fundið handrit að Íslendingasögu sem menn töldu glatað en sagan á meðal annars að hafa veitt höfundi Hringadróttinssögu innblástur. Skömmu síðar finnst hann látinn í Þingvallavatni.

Magnús Jónsson, rannsóknarlögreglumaður í Boston, er á flótta undan harðsvíruðu glæpagengi og leitar skjóls á Íslandi en hann hefur ekki komið til landsins í tvo áratugi. Hér dregst hann inn í rannsókn á láti prófessorsins, ásamt því að takast á við drauga fortíðarinnar – og mennina sem vilja hann feigan. 

Michael Ridpath hefur sent frá sér fjölmargar spennusögur sem selst hafa í stórum upplögum víða um lönd. Hann fer nýjar leiðir í þessari alþjóðlegu metsölubók um íslenskan lögreglumann og grefur sig ofan í sögu og samtíma Íslendinga í mögnuðum trylli sem lesandinn leggur ekki frá sér fyrr en á síðustu blaðsíðu.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga