Fjöll á Fróni. Eftir Pétur Þorleifsson

Gönguleiðir á eitt hundrað og þrjú fjöll

Pétur Þorleifsson er frumkvöðull í fjallaferðum. Hér lýsir hann göngu á 103 fjöll, há sem lág, löngum göngum og stuttum - fyrir alla fjölskylduna. Hverri göngulýsingu fylgir greinargott kort, og upplýst er um upphafsstað, lengd göngunnar og áætlaðri hækkun. Þegar upp er komið nýtur þekking Péturs á landinu sín vel, þegar hann lýsir útsýninu og helstu kennileitum.
Fjöll á Fróni er þriðja fjallabók Péturs, áður skrifaði hann Fólk á fjöllum og Íslensk fjöll í félagi við Ara Trausta Guðmundsson.
Í þessari bók kynnumst við Pétri nánar í ítarlegu viðtali Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, þar sem kappinn kemur víða við í orðsins fyllstu merkingu og greinir frá ferðum að sumri og vetri, gangandi, hjólandi, skíðandi og akandi - og hvernig ástin á landinu magnaðist.

Bókband: saumuð kilja.248 bls. ISBN: 978-9935-10-025-2
Leiðbeinandi verð: 4.490 Kr.

Pétur Þorleifsson er ekki venjulegur maður. Þó ætti maður ef til vill að segja að hann sé venjulegur maður sem hefur fengist við svolítið óvenjuleg verkefni um ævina. Pétur er einn af orðlögðustu ferðagörpum sinnar tíðar en hann hefur gengið, ekið og skíðað víðar um Ísland en flestir aðrir. Hann á að baki samfelldan feril í ferðamennsku sem spannar rúmlega 50 ár og reyndar nær 60.“
Páll Ásgeir Ásgeirsson í ítarlegu viðtali við Pétur í bókinni Fjöll á fróni.
Pétur Sölvi Þorleifsson er fæddur 2 júlí 1933, hann ólst upp hjá fósturforeldrum sínum á Mýrum í Sléttuhlíð og síðar á Keldum í sömu sveit. Fjöll á fróni er þriðja bók hans, en hann er höfundur bókanna Fólk á fjöllum og Íslensk fjöll. Í þessari bóki fáum við að kynnast höfundi aðeins nánar því Páll Ásgeir Ásgeirsson tekur viðtal við Pétur þar sem hann kemur víða við í orðsins fyllstu merkingu og segir frá ferðum sínum bæði sumar og vetur, gangandi, hjólandi eða á skíðum og hvernig hann kynntist landinu sínu.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga