Áfram Afríka!. Eftir Páll Stefánsson

Sjá video hér
Áfram Afríka er stór og yfirgripsmikil
ljósmyndabók eftir Pál Stefánsson þar sem dregin er upp heillandi mynd íþrótt íþóttanna í Afríku: fótboltanum. Þetta er ferðabók um margbrotna heimsálfu þar sem daglegt líf og aðstæður fólks endurspeglast í knattspyrnunni, hvort sem það er í Marokkó eða Suður-Afríku, í Senegal eða Eþíópíu.

Hvergi í heiminum er knattspyrna í heimsklassa iðkuð við jafn erfið skilyrði og í Afríku. Stjörnur á borð við Didier Drogba og Samuel Eto'o koma frá löndum þar sem fæstir spila í skóm og net þekkjast ekki í mörkum. Þrátt fyrir þetta er knattspyrna leikin nánast alls staðar í öllum Afríkulöndum, á götum og torgum, á ökrum, þjóðvegum og ströndum af ástríðu og innlifun sem á ekki sinn líka. Bókin dregur upp heillandi og litríka mynd af þeirri fjölbreytni og þeim krafti sem einkennir knattspyrnulíf Afríkulanda og gefur algerlega nýja og jákvæðari sýn á líf Afríkubúa. Áfram Afríka!

Didier Drogba ritar inngang bókarinnar.
Höfundur inngangs er nígeríski rithöfundurinn og Orange-verðlaunahafinn Chimamanda Ngozi Adichie.
Einn helsti sérfræðingur heims í sögu afrískrar knattspyrnu, Ian Hawkey, ritar eftirmála.


279 x 248 mm. 240 blaðsíður. 200 ljósmyndir í lit. Júní 2010
Sjá video hér um bókina


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga