Steindrekinn. Eftir Andrew Davidson"Voðinn situr um þá óviðbúnu, stundum hamslaus, rétt eins og ástin."

Á myrkum vegi um miðja nótt hrapar bifreið í gljúfur. Illa brenndur sleppur ökumaðurinn lifandi frá slysinu. Hann þolir óbærilegar kvalir og sársaukafulla meðferð á sjúkrahúsinu í þeirri einu von að verða nægilega hraustur til þess að fremja sjálfsmorð.

Þá birtist hin leyndardómsfulla Marianne Engel myndhöggvari. Hún fullyrðir að þau séu elskendur frá fyrra lífi, í Þýskalandi á miðöldum. Hann málaliði og leiguþý og hún skrifari og nunna í klaustrinu Engelthal.

Marianne segir ævintýraríkar sögur frá fyrra lífi þeirra, m.a. frá Íslandi og Japan. Því meira sem þær fléttast saman, sljóvgast ruddaskapur hans og vantrú - brátt neyðist hann til þess að trúa hinu ótrúlega.

Steindrekinn er villt og fallegt ferðalag sem spannar heimsálfur og aldir. Heillandi saga sem fær lesandann til að trúa á kraftaverk, ást og eilífan mátt frásagnarlistarinnar. Þegar lestri bókarinnar er lokið áttu þá ósk heitasta að lesa hana aftur.

Bókin er 480 síður og innbundin

Viðurkenningar:

-Booksellers International Book of the Year 2009

-Sunburst Award 2009

-Galaxy British Book - best read of the year 2009

-Canadian  Booksellers Association Libris 2008

-Book of the Month Club winner, First Fiction 2008


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga