Sturlunga - 3 bindi í öskju

Stórglæsileg þriggja binda útgáfa Sturlungu er komin út hjá Máli og menningu í nýjum búningi. Þessi útgáfa Sturlunga sögu, hin fyrsta og enn sú eina með nútímastaf­setningu kom fyrst út hjá bókaforlaginu Svörtu á hvítu fyrir ríflega tveimur áratugum, en hefur nú verið ófáanleg um árabil.

Markmið útgáfunnar var og er ekki aðeins að sýna Sturlungu þann sóma sem henni ber heldur einnig að gera hana sem aðgengilegasta nútímalesendum.  Verkið er í þremur hlutum, fyrstu tvö bindin geyma söguna sjálfa en í því þriðja „Skýringar og fræði“ er fjölbreytt ítarefni s.s. ritaskrá, kort, orðasafn og töflur og ýmiskonar skýringamyndir.

Ritstjóri útgáfunnar er Örnólfur Thorsson en ritstjórn skipuðu auk hans þau Bergljót S. Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson, Gísli Sigurðsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Jón Torfason og Sverrir Tómasson


„… margslungið safn sagna, drjúg náma fróðleiks á hrífandi íslensku máli. Hún á fleiri líf en allar aðrar bækur íslenskar.“
Óskar Guðmundsson rithöfundur

Í öllu því mannhafi sem Sturlunga greinir frá og hinni rammflóknu atburðarás má finna einhver stórbrotnustu örlög og ægilegustu fegurð samanlagðra bókmenntanna.“
Einar Kárason rithöfundur

Höfundur: Örnólfur Thorsson


Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga